ég er að verða sjúkur það eru svo margir leikir að koma eða komnir að ég er að fá flog. Gallin er sá að ég er ekki mikið fyrir það að vera að stela leikjum af netinu eins og flestir eru farnir að gera, þannig að ef ég´ætla mér að eignast þess leiki þá þarf ég að kaupa þá og þið vitið jafn vel og ég að það er ekki fyrir hvítan mann að kaupa sér leik nú til dags. Leikir sem ég er mjög spenntur fyrir eru t.d. Commandos 2, Ghost rachun, Max Payn, Wolfingstein nýji, og flest allir svona Roal Playing game t.d. Ice windale, Baldurs gate og fleiri leikir. Einnig get ég ekki beðið eftir Hitman 2. Ef það eru einhverjir þarna úti sem geta leiðbeint mér hvernig það er best að komast yfir svona leiki þá endilega sendið svar við þessari grein. Það væri nátúrulega best ef einhver mundi bjóðast til að gera þetta fyrir mig og skrifa þetta bara og senda mér en það er kannski einum of mikið til að ætlast af ykkur.
Vonandi hefur einhver ráð fyrir mig þarna úti.
p.s. ég er ekki með ADSL tengingu þannig að ég get ekki verið heilu dagana að ná í leiki.