Ég var að reyna að fara á einn af þessum íslensku serverum fyrir Metal of Honor en ég var í einhverjum vandræðum með það því talvan vildi ekki tangjast serverinum þannig að ég prófaði að búa til leik eins og maður gerir i lani en viti menn áður en ég vissi þá voru komnir fjórir inn á til mín.Ég vissi ekki að þetta væri hægt að gera á netinu. Þannig að við vinirnir prufuðum að gera þetta í gærkveldi og þetta var bara svaka fjör. Það voru alltaf einhverjir að koma og fara. Við urðum aldrei fleir en fjórir inni enn þetta vissi ég ekki að hægt væri að gera í gegnum netið.Ef þið vissuð þetta ekki þá ætla ég að skýra út fyrir ykkur hvernig við gerðum þetta.
Sá sem býr til nýjan leik þarf að dreifa IP addssunni fyrir netið til allra þeirra sem ætla að spila með. Svo er það ekkert annað en að búa til leik og fara að spila en þið þurfið að leyfa honum að byrja að skapa leik og fara inn í hann þegar hann er búin að því þá getið þið joinað og farið að drepa hvorn annann. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út með mörgum spilurum á svona en það er ábyggliega allt í lagi ef sá sem býr til leik er með öfluga tölvu.

Segið mér eitt?
Ég næ aldrei að joina á íslenskum server.Ég set alltaf IP adressu servesins en það kemur alltaf CONNECTION TO SERVER TIMED OUT.
Hvað er það sem ég er að gera vitlaust.

Vinsamlegast látið mig vita þegar þið svarið þessari spurningu.
KV