Þessi grein er um margar tegundir sem lifa eða lifðu á Middle-Earth
og inni heldur litlar upplýsingar um hverja tegund.
Valar
Valar voru afl heimsins. Þeir voru fyrstu afkvæmi hugsana Ilúvatar og skapendur tónlistar hans. Dróttnar Vala voru Manve, Ylmir, Áli, Ormar, Mandos, Lórien og Túlkas. Drottningar Vala voru Varda, Yavanna, Nienna, Este, Vaire, Vana og Nessa. Það er einn annar Vali en álfar nefna hann ekki nafni en það er Melkor og honum var gefinn mesti kraftur og þekking af öllum Völunum.
Majar
Majarnir voru Ainur, með minni kraft en Valarnir, Majanum voru sett verkefni fyrir af Völum og þeir eru bæði fólk og þjónar Vala. Fáir af Majunum voru í formum sem voru sýnileg. Það er talað um að Istari væru Majar sendir af Völum til að vinna gegn Sauron.
Drekar
Einu sinni var hægt að sjá dreka út um allan miðgarð en drekinn Smaug var sá síðasti og lést hann þegar Bilbo komst að veika blettnum á Smaug. Drekar eru stórar fljúgandi skepnur með stórar beittar tennur, glögg augu, skapvondir og brynvarnir. Þeir anda eldi og girnast gull, þó þeir hafa ekkert gagn af því. Þeir voru til í mörgum litum og gerðum en flestir mjög stórir.
Dvergar
Voru sköpunarverk Ála og voru búnir til í fjöllum Middle-earth. Áli gerði dverga sterka bæði líkamlega og andlega. Dvergar eru oftast mjög þrjóskir en mjög traustir vinir. Þeir lifa lengur en venjulegt fólk og þola betur hungur og þreytu en aðrar tegundir. Dæmigerður dvergur væri námumaður(mjög ólíklegt að sjá dverg í blómafötum syngjandi í skógi) og elska steina og jörðina. Þeir búa lang oftast í fjalla höllum og eru góðir vopnasmiðir og mjög góðir í að höndla járn og annað.
Tröll
Tröll eru mjög stórar heimskar skepnur og éta allt sem er lifandi og er smærri en þeir(sem er næstum allt). Tröll eru úr steini og vegna þess að þau voru búin til í myrkri forðast þau sólina. Ef sólargeislar komast í snertingu við tröll breytist það í stein eins og gerðist við tröllin sem Bilbo hitti á ferðalagi sínu.
Álfar
Álfar eru börn Ilúvatar(eldar) sem eru með kærustu tegundum miðgarðs. Þeir eru hávaxnir og fríðir, þeir eru góðir verkamenn og það er fegurð í öllu sem þeir skapa. Frá húsum þeirra til vasahnífs er allt list. Álfar eru galdrategund og eru þeir smiðir fyrsta hringsins. Þeir eru sterkir en kurteisir og reyna að ekki að vera í vegi neins. Álfar eru líka ódauðlegir, nema þeir séu drepnir. Þegar álfar fá nóg af miðgarði fara þeir í Rökkuhafnir þar sem flestir álfar eru.
Uruk-Hai
Þetta eru skepnur sem Saruman bjó til og eru þeir stærri en orkar, stærri og sterkari en menn. Þeir eru miskunalausir í bardaga og hrósa sjálfum sér vegna þess. Þeir eru tryggir Saruman og bera merki hans í stolti sínu.
Hobbits
Hobbitar eru holubyggjendur og hendur þeirra eru gerðar til gröfts. Harfoots: Þeir eru smávaxnir, klæðast ekki skóm og eru með dökkahörund og eru með mjög sérstaka fingur. Stoors: Lifa á sléttu landi, voru stærri og með sterka fætur og hendur. Follohides: lifðu í skógi og voru með ljósa hörund.
Orkar
Orkar voru skapaðir af Melkor í hans brjáluðu tilraunum á álfum sem hann handsamaði. Melkor hataði álfana og vildi gera allt í sinni mynd og skapaði því orka. Orkar þekkjast á ensku undir tveimur nöfnum: Orcs og Goblins. Þeir eru heimskir, með dimmar hugsanir og þjóna meistar sínum í ótta við hann. Þegar Melkori var kastað af stóli þjónuðu orkar Sauron, sem þráði vald meistara síns. Orkar og álfar eru mestu óvinir. Það sem er merikilegast er að hinir ógeðslegu orkar eru bara hinir fögru álfar.
Menn
Menn komu rétt á eftir álfum til Ördu. Þeir eru ekki nærrum því eins góðir, vantar skrítnu eyru álfanna og eru ekki ódauðlegir eins og álfar en þeir eru mjög gáfaðir og hreikin hjörtu. Það er ekki víst hvað á að gerast þegar maður lætur lífið. Menn eru mun sveiganlegri fyrir máttum, bæði Melkor og Sauron spilltu mönnum til síns góðs. Sterkustu dæmi þess eru Nazgúlarnir og Munnur Saurons sem eru alveg ROSALEGA spilltir.
Balrogs
Þessir eldadjöflar eru þjónar Melkors og hafa verið til frá fyrstu öld. Bæði vondu og góðu kallarnir voru drulluhræddir við þessar risa stóru eld skepnur með þennan mikla mátt. Á tíma voru næstum allir Balrogarnir útdauðir eða hraktir niður í dýpri, hræðilegri og dimmri lendur heimsins. Einn Balrog lifir þó enn en það er Balroginn í Moria sem námudvergar vöktu og nú drepur þessi Balrog og þjónar hans allt sem ferðast í gegnum Moria.
Ents
Ents eru elstu skepnur miðgars og þeir líta út eins og blanda manna og trjáa. Fangorn er leiðtogi þeirra, einnig kallaður Treebeard. Entar halda fundi þar sem eru ræddir ýmsir hlutir sem kallast Entmoots. Entar eru mjög sterkir en frekar hægir í máli. Entar eru í stöðugri leit að Entwifes sem er kvennkynið í þessari tegund. Entar eru dauðlegir en eru með ótrúlega mikla lífsorku. Þeir eru mjög hrinfnir af trjám og taka því mjög illa þegar þau eru „meidd“.