Azog Þar sem það er greinaátak ákvað ég að senda eina grein inn um minn uppáhalds orka. Greinin er stutt enda er ekki hægt að finna mikið um Azog.

Azog var orkahöfðingi í Moría í kringum árið 2790. Hann var stór og mikill og var góður leiðtogi. Hann gæti jafnvel hafa verið einn af orkunum sem Sauron sendi til Moría um árið 2480 þ.ö.

Hann var orðinn höfðingi í Moría þegar Þrór kom þangað eftir að Smeyginn hafði lagt Fjallið eina undir sig. Hann drap Þrór og hjó af honum hausinn og brennimerkti nafnið Azog í höfuðið, síðan leyfði hann fylgdarmanni Þrórs, Náni að fara og láta boð berast á meðal dverganna að núna væri það hann sem væri höfðingi Moría og dvergarnir ættu engan rétt til þess að koma þangað.

Þegar Þráin sonur Þrórs heyrði um þetta safnaði hann saman stórum her af dvergum og hélt útí stríð til að hefna Þrórs árið 2799 þ.ö.. Bardaginn stóð lengi og margir dvergar féllu en ennþá fleirri orkar féllu líka. Í bardaganum skoraði Náin á Azog og börðust þeir lengi en það endaði með því að Azog drap Náin en þá kom sonur Náins Dáinn Járnfótur og drap Azog með því að höggva af honum hausinn.

Eftir bardagann settu dvergarnir höfuð Azogs á staur og létu hann standa og rotna fyrir utan Moría, og þannig endaði æfi eins öflugasta orka sem nokkurntíma var til.

Heimildir: http://www.glyphweb.com/ og http://www.tuckborough.net/