Þetta verður nú lítilsháttar grein um Miðgarð en lofa engri rosalegri grein. Hún mun fjalla um sitt lítið af hverju hvað gengið hefur um daga, ár og aldir á Miðgarði.


Miðgarður var skapaður af Ænúnum sem sjálfur Alfaðir skóp. Ænúnarnir sungu síðan söng sem varð svo að landi síðar meir og kallað var Miðgarður. Ænúnarnir sjálfir urðu síðar meir Valar, máttugar verur sem jafnvel guðir hefðu ekki krafta á borð við. Að vísu höfðu þeir allir sína kosti og galla.
Ænúnarnir höfðu síðar meir eftir að landið Miðgarður var komið í ljós kost á að fara niður til landsins og búa meðal vera Miðgarðs.
Sumir fóru en aðrir ekki. Að vísu fengu þeir land til að búa á “ Hið Blessaða Amansland” sem enginn dauðleg vera fengi að stíga fæti á.


Þegar Ænúarnir fóru til jarðar eða þeir sem fóru voru þeir kallaðir Valar, guðir Ördu. Næstum allir notuðu sína krafta til að byggja upp Miðgarð, nema Melkor. Sem Ænúni var hann góður en var síðar farinn að syngja illar vísur inn í sönginn. Hann varð vonudur og varð svo sjálfur Myrkradróttinn. Hann hafði sér marga illar verur í eftirdragi sem þjónuðu honum. Það eina sem hann hugsaði sér var illt, skemma, eyðileggja og ná valdi yfir. Sjálfur vildi hann ná valdi yfir öllum Miðgarði. Æðstu þjónar hans voru Balroggar, Drekar og síðast en ekki síst Sauron. Hann hafði að vísu miklu fleiri en þá ber ég ekki upp með nöfnum því þeir eru ekki jafn miklir og þeir sem ég nefndi upp núna.

Þegar Valarnir komu fyrst til jarðar fóru þeir til Miðgarðs en döfnuðu ekki nógu vel þar, landið var hrjóstugt og allt í eyði. Þeir fluttu því bústað sinn til Amansland. Það var því kallað land Guðana eða Valana, þeir áttu það land og réðu öllu þar. Þar skipulögðu þeir allt hvað gera skildi fyrir Miðgarð og kynþætti hans.

Þetta er nú það helsta sem ég ætla að skrifa um en mig langar hér að bæta einu við, Það er um Valinn Ylmir. Ég er mikið fyrir sjó, vötn, læki og ár, þess vegna held ég mikið upp á hann mér hefur alltaf fundist hann stórkostlegur og mikill. Myndinn utan á Silmerilinum þar sem Turgon stendur andspænis honum er alveg mögnuð.


!J!D!M!