John Ronald Reuel Tolkien fæddist árið 1892, í bænum Bloemfontein, sem er í Suður Afríku. Á sínum barnæskuárum flakkaði fjölskylda hans á milli bæja og sveita.
Faðir hans, sem var enskur bankamaður, gerði tilraunir til að stofna útibú í Suður Afríku.
Margar minningar Tolkien tengdust því er hann var bitinn af tarantúlla-könguló, en það mótaði margt í verkum hans (dæmi: Shelob, köngulærnar í skóginum).

J.R.R. Tolkien fór með móður sinni og bróður (Hilary) aftur til Englands.
Faðir hans, Arthur, ætlaði að koma fljótlega en veiktist af alvarlegum sjúkdóm sem drap hann.
Fjölskyldan stóð höllum fæti sökum þessa.

Fljótlega flutti hin vængbrotna fjölskylda til Birmingham, til þess að John (Tokien) kæmist í skóla King Edward VI.
Í Birmingham skráði Mabel, móðir þeirra, fjölskylduna í annan trúsöfnuð, en það átti eftir að móta J.R.R. Tolkien í framtíðinni.

Sem spenntur lesandi, höfðu nokkrir frábærir höfundar áhrif á J.R.R. Tolkien, s.s. G.K. Chesterton og H.G. Wells.
Á þessum tíma, þar sem fjölskyldan glímdi við fjárhagsörðuleika, lést móðir hans, en þá var Tolkien aðeins 12 ára gamall. Þetta var árið 1904.

Presturinn Faðir Morgan gerðist forráðamaður og kom Tolkien unga til frænku sinnar, en þaðan fór hann á munaðarleysingjahæli. 16 ára gamall hitti hann Edith Bratt og varð ástfanginn af henni.
Samband þeirra var ekki liðið, en þau voru gripin við lautarferð og hjólreiðatúr.

Edith varð nokkurskonar þráhyggja hjá Tolkien, og ákvað Faðir Morgan að aðskilja hið unga par.
Svo virtist nefnilega að Edith hefði slæm áhrif á námið hjá Tolkien, og að hann kæmi illa undirbúinn undir próf, sem áttu að færa honum inngöngu í framhaldsskóla.
Tolkien féll, og var sambandi hans og Edith kennt um. Hann var látin sverja sig frá henni og að leggja harðar að sér í námi.
Það tókst og í annarri tilraun fékk hann inngöngu í Oxford.

Tolkien var mikill málamaður, og hann nýtti sér það í Oxford, og lærði orð og tungumál þar.
Íslenska og Norska höfðu sérstaklega mikil áhrif á hann.
Mörg heiti í sögum hans eru fengin úr íslenskum fornsögum, t.d. heitin Mirkwood (Myrkviður) og Gandalf, en þau eru úr Snorra-Eddu.
Mörg dverganöfn eru líka tekin beint uppúr Íslendingasögum.

Árið 1914, var Tolkien orðinn nógu gamall til að mega gifta sig. Þá leitaði hann hinnar týndu ástar, og bað hennar. Hún hafði þá þegið bónorð frá öðrum en ákvað að snúa sér aftur til Tolkien.

Árið 1914 braust heimstyrjöldin fyrri út, það stríð sem átti eftir að binda enda á heimsveldi nokkurra helstu þjóða Evrópu.
Tolkien barðsit í fremstu víglínu og missti þar marga af sínum bestu vinum.
Árið 1917 sýktist Tolkien af hermannasótt og var sendur til Englands aftur. Hann gegndi því ekki hermennsku framar.

Á skólaárum sínum hafði Tolkien skapað tungumál útfrá velsku og finnsku. Þegar hann kom aftur til Englands eftir stríð hóf hann að búa til persónur í kringum tungumálin sem hann hafði búið til, ásamt eiginkonu sinni. Þessar persónur prýða nú mörg af hans helstu verkum.

Um þetta leyti eignuðust Tolkien og Edith sitt fyrsta barn af fjórum. Þá var Tolkien boðin staða prófessors við Leeds Háskólann.
Einnig hélt hann ótrauður áfram með sögur og persónurnar í kringum málin sem hann hafði skapað, en honum fannst hann vera búa til þjóðsagnir fyrir England.

Árið 1925 þýddi J.R.R. Tolkien og staðhæfði söguna “Sir Gawain and the Green Knight” en það átti eftir að breyta ferli hans til muna, og það í góðu áttina. Honum var boðin prófessorstaða við Oxford í fræðum Engil-Saxa.

Árið 1936 kom út bókin “The Hobbit” (“Hobbitinn”), en það verk gerði hann frægan.
Hún varð til þegar Tolkien fór yfir próf. Þá tók hann tóma bók. Hann lét pennann í raun ráða ferðinni en með tímanum fullkomnaði hann bókina.

Lokahandritið af “The Hobbit” komst svo í hendur George Allen og Unwin, en þeir voru útgefendur.
Unwin borgaði syni sínum skylding fyrir það eitt að lesa yfir bókina og færa honum svo skýrslu um hana.
Drengurinn lofaði bókina hástöfum, og Unwin lét reyna á hana. “The Hobbit” fékk útgáfu.

“The Hobbit” varð fljótlega ein söluhæsta bókin í Englandi, og gerði því Tolkien virkilega frægan.
Þó hafði Tolkien verið þekktur í skólaheiminum, en hann var einnig þekktur fyrir aðild sína að félaginu “the Inklings”.
Í því félagi var einnig C.S. Lewis, einn besti vinur Tolkien.

Seint á 4. áratugnum hóf Tolkien að semja Hringadróttinsögu, og þegar hún var fullgerð sendi hann George Allen og Unwin söguna. Þar var henni neitað, því Unwin var í viðskiptaerindum á Frakklandi.
“Litli” Unwin komst að því að Hringadóttinsaga hefði ekki fengið útgáfu, og sendi föður sínum bréf þess efnis.
Faðirinn samþykkti útgáfur bókarinnar vegna vinsælda “The Hobbit”.

Hringadróttinssaga kom út í þremur bindum og naut gífurlegra vinsælda.

Tolkien var mjög glaður með það hversu vel fólk mat verk hans. Honum þótti samt vera íþyngt að honum, almenningur vildi meira.
Hann hætti að kenna við Oxford og flutti ásamt Edith til Bournemouth, en þar lést Edith Bratt, árið 1971.
Tolkien gat þá ekki meira. Hann hafði misst lífsförunaut sinn, en þó barðist hann í tvö ár til viðbótar, en honum var ofviða að hugsa til dauða Edith, og lést hann 2. september 1973.