Palantíri kúlurnar Palantíri kúlurnar

Í þessari grein ætla ég mér að ræða um Palantíri kúlurnar; fara út í hverja kúlu fyrir sig, þ.e. sögu þeirra og staðsetningu í gegnum aldirnar fjórar.

Ég ákvað að skrifa aðra grein eftir greinina um Istari regluna, þar sem sú grein hlaut ágætist viðtökur. Svo eiga örugglega eftir að koma aðrar greinar í kjölfar þessarar, sem verða einnig langar og skemmtilegar. En allt tekur þetta sinn tíma.

– – Takið eftir aukaefni – –
Ykkur gæti fundist þægilegt að hafa það við höndina þegar greinin er lesin. (Neðst)

Fyrir þá sem vita ekki hvaða kúlur þessi grein snýst um, þá getið þið minnst þess að Saruman notaði kúluna sína í The Lord Of the Rings myndunum til að tengjast Sauron. Kúlan er staðsett uppi á stalli fyrir framan hásæti hans(í myndunum) í svarta turni hans, Orthanc.

Palantíri kúlurnar voru miklir steinar sem búnir voru til af Fëanor, syni Finwë. Kúlurnar voru fullkomlega kúlulaga steinar með þeldökku yfirborði. Talið er að þær hafi verið gerðar úr óbrjótanlegu gleri eða einhvers konar kristalefni. Kúlurnar voru í mismunandi stærðum, frá stærðum líkt og við sáum í The Lord Of The Rings kvikmyndunum og alveg upp í stærð sem enginn maður gat lyft. Þessir steinar höfðu þá eiginleika að geta séð yfir miklar vegalengdir. Ein kúla var oft notuð til að hafa samskipti við aðra kúlu. Flestir sem kíktu inn í kúluna sáu oftast óljósar myndir af atburðum í fjarska en ef notandinn var viljasterkur gat hann horft hvert sem hann vildi og jafnvel einblínað á aðra kúlu og miðlað upplýsingum með notanda hennar. Steinarnir gátu einnig séð í gegnum veggi og allt sem í vegi var. Notandi kúlunnar þurfti aðeins að hafa nógan viljastyrk til að geta beint kúlunni að stöðum sem hann vildi að kúlan skoðaði. Einnig var sagt að steinarnir gætu sýnt atriði úr fortíðinni. Sagt var að kúlurnar gátu aðeins verið eyðilaggðar með gríðarlega miklum hita.

Notendur tveggja kúlna, töluðu saman með því að skiptast á hugsunum. Ekki var hægt að tala í kúluna. Kúlurnar áttu aðeins að skipta hugsunum sem notandi átti viljugur að senda hinum notandanum í gegnum kúluna. En ef vilji annars notandans var mikill, gat hann “ráðist” í hug hins notandans og togað úr honum það sem hann vildi.

Kúlurnar voru búnar til af Fëanor í Valinor, eins og segir fyrr í textanum, miklum handverksmanni álfa sem bjó einnig til Silmerilana. Ekki er vitað hve margar kúlur voru upprunalega til, en þegar kúlurnar yfirgáfu Valinor, varð allavega ein eftir; höfuðkúlan, í Turni Avallone á Tol Eressëa. Kúlurnar sem komu til Middle-earth voru sjö.

Seint á II. öld, gáfu álfarnir Amandil sjö kúlur en Amandil var faðir Elendil. Elendil bjargaði svo seinna kúlunum frá úrhelli Númenor og tók þær yfir til Middle-earth. Árið 3320 II var kúlunum sjö svo dreift yfir Middle-earth. Elendil tók þrjár kúlur norður til Arnor, og setti eina í Annúminas, sem var höfuðborg konunga Arnor í margar aldir. Önnur var svo sett í Amon Sûl turninn(Weathertop), og þriðja í Elostirion, sem var hæstur turnanna í Tower Hills(sjá kort 1). Hún var sett í hæsta turninn fyrir Elendil að geta horft vestur yfir hafið, en við komum seinna að því. Svo tóku Isildur og Anárion bróðir hans hinar fjórar kúlurnar, tvær hver og dreifðu þeim yfir Gondor. Ein kúlan fór í Orthanc(Sem var á svæði Rohan, en tilheyrði þó Gondor), ein í Minas Ithil, önnur í Minas Anor og svo ein í Osgiliath.

Kúlurnar voru svo sett á kringlótt svört marmaraborð í vernduðum herbergjum. Aðeins Konungurinn og þeir sem höfðu leyfi gátu notað kúluna, Konungurinn lét umsjónarmenn kúlunnar kíkja í hana öðru hverju til að athuga hvort eitthvað væri í gangi sem væri virði athygli Konungsins.

Aðeins tvær kúlur gátu haft samskipti við hvor aðra í einu, ef tvær kúlur væru að tengjast, og þriðja kúlan myndi reyna að tengjast nú þegar tengdri kúlu myndi hún ekkert sjá. Að undantekinni kúlunni sem geymd var í Osgiliath, hún gat fylgst með öllum kúlum samtímis. Hún var höfuðkúlan í Middle-earth.

Kúlurnar voru notaðar í fyrstu til þess að menn Gondor og Arnor gátu haft samband við hvorn annan og skipt upplýsingum við á fljótan og þægilegan hátt. Aðeins erfingjar Elendil gátu stjórnað kúlunni rétt. Einnig var hæfilegt að horfa úr ca. eins metra fjarlægð til að fá stærstu og skírustu myndina. Palantíri kúlurnar kröfðust einnig þess að þegar horft var í þær, þurfti notandinn að snúa andliti í áttina sem hann vildi horfa í og horfa þannig í kúluna. T.d. ef notandinn vildi horfa vestur, snéri hann baki í austur og andliti vestur.

Með tímanum fóru sendimenn Sauron’s að hafa áhrif á Arnor og konungdæmið byrjaði að dofna, ef hægt væri að orða það svo. Og seinna ein af annarri, fóru kúlurnar að týnast og lenti ein í höndum Sauron’s. Svo kom að því að flest allar kúlurnar týndust og gleymdust meðal mannra, þó sumir hafi sýnt gríðarlegan áhuga á þessum dýrgripum.


Kúlurnar:

Osgiliath kúlan:
Kúlan í Osgiliath var geymd í Dome Of Stars(Staðurinn sem Osgiliath fékk nafnið sitt) í meira en 1500 ár, þetta var ein af stærstu kúlunum og var einnig höfuðkúlan í Middle-earth. Hún gat hlerað aðrar kúlur sem voru að tengjast, og einnig tengst öllum í einu. Kúlan týndist árið 1437 í Kin-strife borgastríðinu í Osgiliath.

Amon Sûl kúlan:
Kúlan í Amon Sûl var einnig ein af stærstu kúlunumm og var hún helst notuð í samskiptum við Gondor. Kúlan var geymd í turninum á Amon Sûl(Weathertop). Eftir að Arnor var skipt niður í Arthedain, Cardolan og Rhudaur, þá varð þessi kúla uppspretta rifrildis á milli þriggja hluta fyrrverandi konungdæmisins. Arthedain fékk að halda kúlunni, en hinum tveim hlutunum var illa við að Arthedain hafði nú þegar haft tvær kúlur. Nú hafði Arthedain þrjár kúlur. Kúlan var þó enn geymd í Amon Sûl.

Árið 1409, eyðilaggði The Witch King turninn, en kúlunni var bjargað af Arvedui og var hún tekin til Fornost, sem var höfuðborg Arthedain. Þar var hún þangað til The Witch King gerði árás og yfirtók Fornost árið 1974. Aftur var kúlunni bjargað af Arvedui konungi. Þess má geta að Arvedui var fimmtándi og síðasti konungur Arthedain. Konungurinn tók kúluna langt norður ásamt kúlunni sem var í Annúminas. Svo árið 1975, steig Konungurinn um borð í skip og ætlaði sér vestur yfir hafið. En gríðarlegur stormur sökkti skipinu í Ice Bay Of Forochel(sjá kort 1), Konungurinn dó og kúlurnar tvær týndust.

Annúminas kúlan:
Þessi kúla var geymd í höfuðborg Norður-konungdæmisins og var þetta kúlan sem Konungurinn notaði mest. Eftir að Arnor var skipt í þrjá hluta, fékk Arthedain kúluna. Konungur Arthedain, Arvedui flutti kúluna til Fornost árið 1409 ásamt kúlunni í Amon Sûl. En seinna þegar ráðist var á Fornost, var kúlunni bjargað aftur og tekin út á sjó af Arvedui. Og týndust þá báðar kúlurnar eins og segir fyrr í greininni.

Elendil kúlan:
Elendil kúlan var geymd í Elostirion í Tower Hills. Kúlan var aðallega notuð af Elendil til að horfa vestur yfir hafið, enda hafði hún ekki möguleika á að horfa annað. Elendil kíkti oft í kúluna til að sjá Tol Eressëa eyjuna(sjá kort 2), þar sem höfuðkúlan var geymd í turni Avalonnë. Eftir að Arnor sundraðist, þá tók Círdan við steininum og hann og álfarnir af Lindon varðveittu kúluna. En álfarnir af Lindon voru álfarnir sem bjuggu við hafið, vestan við Bláu Fjöllin(sjá kort 1 – Ered Luin). Síðan þegar hobbitarnir fjórir löggðu yfir hafið í enda 3. aldar, setti Círdan kúluna með í skipið og fór kúlan þá yfir hafið, þangað sem hún hafði upphaflega komið frá.

Ithil kúlan:
Þetta var kúlan sem lenti að lokum í höndum Sauron’s. Fyrst var það þó Isildur sem hafði kúluna fyrir sig, og hélt hann sig þá með kúlunni í Minas Ithil. En árið 2002 III var það nefnt Minas Morgul, þegar The Witch King réðst á og tók yfir þessu gríðarlega virki. Sagt var að þegar The Witch King réðst á virkið, hafi hann fundið Ithil kúluna og tekið hana með sér til Barad-Dûr(sjá kort 1) og látið Sauron sjálfan fá kúluna. Sumir héldu að kúlan hefði verið eyðilöggð af fólki Minas Ithil til að hindra að óvinurinn tæki kúluna, þó neituðu þessu sumir því að kúlurnar gátu aðeins eyðilaggst í gífurlegum hita. Þeir héldu því þá fram að Sauron hefði tekið kúluna og haft hana fyrir sig. Þó hafði fólk litlar áhyggjur, því að flestar kúlurnar sem eftir voru, voru annað hvort týndar eða nánast ekkert notaðar. Amon Sûl, Osgiliath og Annúminas kúlurnar voru allar týndar, Orthanc og Anor kúlurnar voru lítið sem ekkert notaðar, enda hafði enginn aðgang að hvorum þeirra, nema aðeins einn aðili, og var það ráðsmaður Gondor. Og sama með Elendil kúluna, þó ekki hafi verið vitað fyrir víst hvort Círdan og álfarnir af Lindon hafi einhvern tímann kíkt í kúluna.

Síðan í Hringastríðinu, byrjaði Sauron að nota kúluna af viti. Fór hann þá að skoða það sem hann gat og komst hann í tengsl við Saruman, sem fengið hafði lykil að Orthanc og þá auðvitað, aðgang að kúlunni. Orthanc kúlan var megin-, ef ekki aðalástæða Saruman fyrir að setjast að í Orthanc. En með sínum gífurlega vilja náði Sauron að yfirgnæfa hug Saruman’s. Saruman byrjaði þá að safna her fyrir Sauron og var þá orðinn svikari. Seinna komst hann svo í samband við Denethor II, en Denethor var ráðsmaður Gondor á þeim tíma. Sauron sýndi honum myndir af herum sínum sem staðsettir voru í Mordor og áttu aðeins átt verkefni fyrir hendi; að rústa Hvítu Borginni. Denethor varð þá þunglyndur og gerði ráð fyrir að ekki væri hægt að sigra hinn mikla Óvin.

Seinna sá Sauron Aragorn(sem hafði þá með sér Orthanc kúluna) í kúlunni, Aragorn leiddi í ljós að hann væri erfingi Isildur, og að sverð Elendil’s, Narsil hefði verið endurgert. Það var nú sverð Aragorn’s og var kallað Andúril. Sauron varð stressaður og hræddur við þetta atvik og olli þetta því að hann gerði árás á Gondor í flýti.

Þegar Hringnum var eytt, eyddist andi Sauron’s og í kjölfar þess fylgdi mikil eyðilegging á landsvæði og einnig gífurlegur hiti sem talið er að hafa eyðilaggt Ithil kúluna.

Anor kúlan:
Anor kúlan var staðsett í Minas Anor, í Turni Ecthelion’s. Þessi kúla var varðveitt af Anárion, bróður Isildur, og syni Elendil. Seinna var Minas Anor skírt Minas Tirith. Þessi kúla var varðveitt af ráðsmönnum Gondor, þó þær hafi aldrei verið notaðar né minnst á. Denethor var fyrstur til að kíkja í kúluna, þ.e.a.s. eftir að kúlan hafði legið ónotuð í fleiri fleiri ár. Denethor kíkti í kúluna til að læra ýmsa hluti sem gætu hjálpað Gondor. Honum langaði að læra um Thorongil, sem var maður sem Ecthelion, faðir Denethor hafði alltaf dáð. Thorongil virtist þó seinna vera Aragorn sjálfur. Denethor komst að því að Aragorn var erfingi Isildur og átti rétt á að verða konungur Gondor. Denethor var alls ekki sáttur við þetta, og var hræddur um að missa stjórn yfir ýmsum hlutum. Þó hann hafi ekki mikið stjórnað, var hann þó hæst settur í Gondor, og var hann hræddur um að það myndi breytast.

Denethor komst í samband við Ithil kúluna, kúluna sem komist hafði í hendur Sauron’s. Denethor hafði sterkan vilja og náði að streitast á móti vilja Sauron’s við að taka yfir hug Denethor’s. Þó að hann hafi getað þetta til að byrja með, hafði þetta mikil áhrif á hann og þreyttist hann hægt og hægt og virtist byrja að eldast frekar snemma. Sauron sýndi Denethor valdar myndir af heri sínum til að brjóta hann niður. Denethor varð efasamur um her sinn og varð hræddur um að Hvíta Borgin myndi falla.

Dag einn árið 3019, kíkti Denethor í kúluna og sýndi Sauron þá honum flota af skipum sigla upp Anduin ánna, semsagt frá suðri(sjá kort 1). Hvorki Sauron né Denethor vissu að þessi floti var undir stjórn Aragorn’s, sem var á leið sinni að hjálpa Minas Tirith. En eftir að Boromir hafði dáið, og að Sauron hafði sýnt honum þessar myndir, laggðist Denethor í algert þunglyndi og reyndi að brenna sig og Faramir, sem var þá meiddur vegna árása á sig frá Osgiliath. Denethor hélt á Anor kúlunni meðan hann var brenndur, og sagt var eftir að ef kíkt væri í kúluna, myndi hún aðeins sýna brenndar hendur Denethor’s.

Orthanc kúlan:
Þessi kúla var geymd í óbrjótanlega turninum Orthanc í Isengard. Ég held að mér sé óhætt að segja að enginn hafi lifað nálægt turninum og heldur bjó enginn í honum. Kúlan var ónotuð í hundruð ár.

Árið 2759, bauðst Saruman að taka að sér að gera turninn upp og byggja upp varnir fyrir hann. Beren, 19 ráðsmaður Gondor, gaf honum ‘lyklana’ að Orthanc turninum, og settist Saruman þá þar að. Aðalástæða Saruman’s fyrir að setjast að í Orthanc, var nákvæmlega Palantír kúlan, sem hann hafði lesið mikið um á bókasöfnum Minas Tirith. Saruman sýndi mikinn áhuga á þessum dýrgrip og byrjaði að nota kúluna um 240 árum eftir að hann flutti, eða rétt um 3000.

Saruman komst fljótt í samband við Ithil kúluna, Saruman var mjög viljasterkur en tókst Sauron þó að yfirgnæfa hug hans með röngum hugmyndum. Og dróg græðgi og vilji til meira valds Saruman til dauða. Saruman var orðinn svikari, og hafði þar með mistekist að hjálpa frjálsa fólkinu í Middle-earth að berjast á móti Sauron. Honum hafði mistekist verkefni sitt sem honum var falið þegar hann kom til Middle-earth. En lesa má allt um það í greininni ‘Istari reglan’ sem ég skrifaði fyrir ca. 3-4 mánuðum. En eins og ég sagði, var Saruman orðinn svikari og var skipun Sauron’s til Saruman’s í gegnum kúluna að byggja her fyrir Mordor. Her hans var seinna sigraður í Helm’s Deep. Eftir stríðið komu Gandalf og Théoden til Isengard, og fann Pippin(sem kom þangað með entunum) seinna Orthanc kúluna sem Gríma Wormtongue hafði kastað niður úr turninum. Gandalf tók kúluna af honum undir eins, og geymdi hana.

Seinna um kvöldið þegar allir voru sofnaðir(nema Pippin), læddist Pippin upp að Gandalf og tók af honum kúluna með Gandalf svaf. Pippin kíkti í kúluna, og mætti hann Sauron. Sauron hélt að Pippin væri fangi Saruman’s, og væri þar með innilokaður í Orthanc turninum, en svo var ekki. Síðan seinna, mætti Sauron Aragorn, og afhjúpaði þá Aragorn erfingjastöðu sína. Og Sauron varð þá var við að þetta væri Aragorn, réttmætur erfingi Gondor og fór hann með Anduril sverðið. Þetta hafði neikvæð áhrif á Sauron. Aragorn náði svo að stjórna hugsun sinni og beitti kúlunni í aðra átt og sá hann þá að floti skipa var á leiðinni upp ánna Anduin. Fór hann þá Paths of the Dead og fékk hann með sér lið til að taka yfir skipunum og kom í tæka tíð í stríðið við velli Pelennor.

Þegar Aragorn varð konungur Gondor, var sagt að hann hefði tekið Orthanc kúluna og sett hana aftur í Orthanc þar sem hún hafði upprunalega verið.

Þá er greinin öll.

Orðið:
Palantír: Palan þýðir ‘langt’ eða ‘far’ og tír þýðir að fylgjast með e-u eða ‘watch’ eða ‘guard’. Orðið þýðir ‘far seeing’ á ensku(treysti mér ekki til að þýða það). Og hefur einnig verið þýtt sem ‘þeir sem fylgjast með úr fjarska’ eða ‘those that watch from afar’.
Eintala = Palantír
Fleirtala = Palantíri

Aukaefni:
Sem aukaefni hef ég tekið kort af Middle-earth og merkt inn á það staðina sem kúlurnar voru geymdar. Einfaldlega til að auðvelda lesandanum að sjá fyrir sér staðina. Það má finna <a href=”http://www20.brinkster.com/steinthor/memap.jpg”>h ér</a>.

Og svo kort af Tol Eressëa, eyjunni sem liggur í Eldemar flóanum fyrir utan Aman. Það má finna <a href=”http://www20.brinkster.com/steinthor/tole.jpg”>hé r</a>. En það er staðurinn þar sem höfuð kúlan var geymd, kúlan sem var eftir vestan við hafið mikla. Þetta er eyjan sem Elendil þótti gaman að kíkja á öðru hvoru.

Heimildir:
1. <a href=”http://www.tuckborough.net/”>Tuckborough</a>
2. <a href=”http://www.glyphweb.com/arda/”>Encyclopedia of Arda</a>
3. <a href=”http://www.councilofelrond.com/”>Council of Elrond</a>

- Heimildir eru flokkaðar eftir því hvar mestar upplýsingar voru teknar.

Mynd: Myndin er af Orthanc kúlunni sem notuð var af Saruman. Myndin er tekin af <a href=”http://www.tuckborough.net/”>Tuckborough</a> síðunni.

Svo vil ég taka fram að þetta eru aðallega þýðingar af síðunum sem ég tók þetta af(heimildir). Ég setti svo auðvitað sjálfur mikinn fróðleik inní, og vona ég að þið hafið haft gaman að því að lesa greinina.

Og endilega, engin skítköst. Þessi grein var nú ekkert smá erfiðisverk.



Takk fyrir,
Steinþór.