Istari reglan

Með þessari grein ætla ég að fara svolítið út í alla meðlimi Istari reglunnar, ég mun ekki fara mikið út í aðalsöguþráð Hringadróttinsögu, þar sem við þekkjum hana öll fram og til baka. Heldur ætla ég mér að fara meira út í ferðir af meðlimunum í Istari þar sem þeir ferðast um Middle-earth, svona áður en Hringadróttinsaga byrjar og eftir að þeir koma til Middle-earth.

Istari er regla samsett af fimm meðlimum, sem komu til Middle-earth í kringum árið 1000 á þriðju öld. Þessir meðlimir voru miklir Maiar andar, sendir af Völunum til að berjast gegn Sauroni og áttu að eyða honum endanlega. Þessir andar tóku sér allir líkamlegt form sem gamlir menn, og allir voru þeir vitir mjög og máttugir, en er þeir komu til Middle-earth var þeim bannað að nota krafta sína til fulls af Völunum. Heldur áttu þeir að sameina álfa og menn með því að ráðleggja þeim og leiðbeina, og áttu þeir þannig að eyða anda Saurons fyrir fullt og allt. En er þeir komu til Middle-earth, mistókst þeim öllum að fullkomna verkefni sínu, nema einum(og ættu allir að vita hver það er). En þessi mikla regla var samansett af fimm miklum öndum og hétu þeir í Valinor: Olórin, Curumo, Aiwendil, Alatar og Pallando. Fyrstu þrír eru frekar þekktir sem Gandalf, Saruman og Radagast, en síðustu tveir er lítið vitað um. En nú ætla ég mér að fara aðeins nánar út í þessar persónur. En þar sem síðustu þrír vitkarnir koma mjög lítið við sögu í Hringadróttinsögu verður þetta eiginlega bara samansöfnun af efni um Gandalf og Saruman.

(Síðan verðið þið að afsaka að það littla sem ég hef lesið af Tolkien efni er á ensku, þannig að ég skrifa nöfnin á ensku(sem getur litið mjög asnalega út), þó ég fái mig stundum til að þýða yfir á íslensku, en endilega hafið gaman að innihaldi textann heldur ekki hvernig hann er skrifaður. En ég vil taka fram að ég hef því miður ekki ennþá komist í að lesa The Lord Of The Rings né The Silmarillion(þó kannski hina og þessa kafla). Þó ég hafi kynnt mér heiminn mjög vel er þetta í raun bara samansöfnun af upplýsingum sem ég hef fundið á netinu og fengið úr myndunum og einnig væri hugsanlega hægt að finna villur í þessum texta)


Gandalf The Grey
Einnig kallaður Olórin(í Valinor), Mithrandir(af álfum), Tharkûn(af dvergum) og Incánus(í suðrinu). Einnig var hann kallaður Grey Messenger, The Grey og seinna The White, The White Rider og nokkrum fleiri nöfnum.

Olórin var sagður vitastur af Maiar öndunum, hann var valinn af völunum Manwë og Varda til að sigla yfir til Middle-earth og berjast gegn illsku Saurons. Hann var síðastur af meðlimunum til að sigla yfir hafið til Middle-earth. Þegar hann sigldi til Middle-earth, hitti hann Círdan The Shipwright, sem sá að hann var í raun vitari og máttugri en hinir meðlimir reglunnar. Círdan ákvað að gefa honum álfahringinn Narya(Ring of Fire), því hann sá að hringurinn myndi nýtast betur í höndum Gandalf’s. Gandalf átti sér engan samastað og ferðaðist mikið um Middle-earth, ferðaðist hann þá mikið með álfum, lærði af fróðleika þeirra og visku.

Gandalf hafði mikinn áhuga á hobbitum og hafði alltaf gaman að því að umgangast þá, þetta olli því að Saruman varð mjög tortrygginn um Gandalf’s og grunaði hann að Gandalf vissi hvar hringurinn væri og hélt hann líka að hobbitar ættu þar þátt. Gandalf byrjaði svo að reykja mikið af pipe-weed og gerði Saruman mikið gys að því, þó hann hafi í raun reykt það sjálfur í laumi seinna.

Í kringum 1100 komust aðal vitkarnir og elstir og vit álfanna að því að skuggi og illska færi vaxandi í Greenwood The Great, og árið 2060 var komist að því að það var enginn annar en Sauron að byggja upp kraft sinn í Dol Guldur, sem staðsett var í suðurhluta skógarins. Var þá skógurinn kallaður Mirkwood eftir að Sauron hafði tekið sér “bólfestu” í honum. Árið 2063, fór Gandalf að rannsaka þetta frekar og gat Sauron ekki annað gert en að flýja, og flúði hann þá austur. Svo seinna árið 2460 kom Sauron aftur til Dol Guldur, sterkari en fyrr. Fór þá Gandalf í dulargervi til Dol Guldur og fann þar Thrain(Til gamans má geta að Thrain erfði einn af dverga hringunum sjö frá föður sínum Thror, og náði Sauron hringnum af honum þegar Thrain var í Dol Guldur), faðir Thorin Oakenshield’s. Thrain gaf honum þá lykil og kort, að The Lonely Mountain.

Í kringum árið 2941 hitti hann Thorin Oakenshield í Bree, sem langaði ekkert meira en að drepa drekann Smaug og ná aftur fjallinu sem hann réttilega átti. Og þar sem Gandalf gat hugsað sér að Smaug væri þjónn Saurons, þá sá hann þar gott tækifæri til að drepa drekann. Safnaði Thorin þá saman 12 dvergum, og Gandalf einum hobbita sem gæti verið notaður til að njósna. Og byrjar þá önnur saga sem heitir ‘The Hobbit’ eða ‘There And Back Again’. En ekki ætla ég að fara ítarlega í þá sögu.

Svo u.þ.b. 60 árum eftir ferðina til Erebor, 22. september, á afmælisdegi Bilbo’s og Frodo’s, ber Gandalf að dyrum hjá Bilbo. Og er þetta byrjunin að Hringadróttinsögu, en ekki ætla ég að fara meira út í þá sögu þar sem við þekkjum hana öll fram og til baka.

En ég vil auðvitað taka fram að Gandalf The Grey dó seinna í sögunni þegar hann barðist við Balroginn í Moria. Og sagt er að Eru(Ilúvatar / Father Of All(Tæknilega séð, Guð) hafi sent hann aftur, og kom Gandalf aftur sem Gandalf The White, og var hann þá vitari og máttugri. Vaknaði hann þá nakinn á fjallstindi Silvertine sem staðsett var auðvitað í The Misty Mountains, og kom þá Gwaihir og flaug með hann til Lothlórien þar sem hann var klæddur í hvítt af Galadriel.

Og árið 3021 eftir að hringnum hafði verið eytt, hélt Gandalf aftur yfir til Valinor og dvaldi þar með Völunum, og var hann eini meðlimurinn sem var ávallt trúr sendiför sinni og var hann einnig sá eini sem sigldi aftur til Aman.

Síðan vil ég taka fram að ef þið fræðið ykkur um Gandalf, og líka með því að lesa þennan texta sjáið þið hvernig það var í raun Gandalf einn sem sigraði Sauron. Auðvitað voru stórir herir Róhans og Gondors, en skipulagið var allt Gandalf! Mér persónulega finnst þessi character vera einn af áhugaverðari characterum í LOTR sögunni.



Saruman The White
Einnig kallaður Curumo(í Valinor), Curunír(af álfunum), Sharkey, The White, The Wise, The Ring-Maker, Of Many Colours og fleiri nöfnum.

Curumo var valinn af Aulë til að fara til Middle-earth. Curumo var vitur mjög og máttugur. Yavanna, sem var ein af Völunum, bað Curumo að taka Aiwendil með sér til Middle-earth. Curumo var sagður vera fyrstur af öndunum til að sigla yfir til Middle-earth. Saruman ferðaðist víða um Middle-earth, meðal annars til austursins með Bláu Vitkunum.

Árið 2463 var The White Council stofnað, og meðlimir í því voru Gandalf, Saruman, Elrond, Galadriel og Círdan. Saruman endaði sem foringi reglunnar, þó Galadriel hefði innilega viljað að Gandalf fengi þá stöðu, en þar sem Saruman var mjög frekur og Gandalf neitaði stöðunni, endaði Saruman í þeirri stöðu.

Seinna fór Saruman að leita sér upplýsinga um hringina miklu. Saruman komst að því að Gandalf bar álfahringinn Narya, og varð hann einstaklega öfundsjúkur út í hann því að hann áleit hringina miklu vera sitt sterka svið.

Seinna á bókasöfnum í Minas Tirith lærði Saruman um Palantír kúlurnar, sem voru miklir steinar sem hægt var að horfa í gegnum til annarrar kúlu. Kúlurnar voru sjö, og var þeim dreift víða um Middle-earth, nokkrar höfðu týnst en þó var ennþá vitað um nokkrar. Saruman vissi að ein kúlan var staðsett í Orthanc turninum í Isengard, í Rohan. Og fór hann þá til Minas Tirith og bað Beren ráðsmann Gondor(Orthanc var í eigu Gondors þá hann hafi verið staðsettur í Rohan) um aðgang að turninum, og var honum þá veittur aðgangur.

Árið 2851 hittist The White Council og lét Gandalf vita af að hann hafði komist að því að þetta var í raun og veru Sauron að byggja upp kraft sinn í Dol Guldur, og vildi Gandalf gera árás á Dol Guldur en var honum þá neitað af Saruman þar sem Saruman sannfærði þingið um að hringurinn hefði borist úr The Gladden River og í Anduin og þaðan út í sjóinn, var þá þingið sannfært um það og árásin á Dol Guldur látin bíða.

En Saruman vissi að hringurinn væri ennþá á botninum í ánni þar sem Isildur hafði fyrir löngu misst hann, byrjaði hann þá eyða miklum tíma í að leita að hringnum, en án árangs(til gaman má geta að Saruman fann hins vegar lítið box sem Isildur notaði til að geyma hringinn í). Svo komst Saruman að því að Sauron væri líka að leita að hringnum á sama svæði og hann, og þegar The White Council vildi gera árás á Dol Guldur, samþykkti Saruman árásina, bara til að fá Sauron til að minnka leit sína á svæðinu, en hvorki Saruman né Sauron fann hringinn og vissu þeir ekki að Gollum hafði farið með hann langt inn í The Misty Mountains. Og gerði Þingið þá árás og var Sauron rekinn til Mordor þar sem hann byrjaði að safna kröftum sínum.

Svo seinna einangraði Saruman sig í Isengard og byrjaði hann að byggja upp sína eigin heri, og reif niður öll tré og gróf miklar holur í jörðina og notaði hann trén í Isengard og Fangorn til að nota í eldivið fyrir sverð og fl.

Seinna byrjaði Saruman mikið að nota Palantír kúluna sína og komst hann í samband við Ithil kúluna sem staðsett var í Barad-Dûr eða hjá Sauroni. Sauron náði þá Saruman á sitt vald og varð hann þræll Sauron’s í Hringastríðinu og byggði fyrir hann mikla heri, þó hann hafi ekkert langað meira í en í Hringinn eina og að ríkja einn yfir heimi mannanna. En þetta er svona ca. staðurinn þar sem Hringadróttinsaga byrjar, og ætla ég ekki að fara allt of mikið út í það, en því lengra sem sagan nær því meira minnkar máttur Saruman’s. Seinna var stafur Saruman’s brotinn af Gandalf og missir hann þá nær allan mátt sinn. Svo þegar entarnir ráðast á Isengard, getur Saruman ekkert gert en nær hann svo seinna að nota rödd sína til að sannfæra Treebeard að hann standi ekki í ógn við neinn lengur.

Seinna ákvað hann að fara með Gríma til The Shire til að hefna sín fyrir skaðann sem hafði verið ollinn á Isengard. Saruman náði að valda einhverjum skemmdum, og síðan þegar Saruman ákvað að yfirgefa The Shire skipaði hann Gríma að koma með sér, en sagði Frodo þá við Gríma að hann mætti gefast upp og vera eftir ef hann vildi, sagði Saruman að Gríma hefði drepið Lotho. Gríma sagði þá að hann hafi gert það bara því að Saruman bað hann um það, hæddist þá Saruman að honum og sparkaði í hann. En þetta varð til þess að Gríma stökk til hans og skar hann á háls, og var sagt að andi Sarumans hefði yfirgefið hann og hann aldrei fengið að koma aftur til Valinor.

Þegar maður horfir á Saruman í heildina sér maður að það er ekkert nema öfundsýki(út í Gandalf) og græðgi sem spillir honum. Hringurinn eini var það eina sem honum langaði í til að öðlast vald yfir fólki í Middle-earth. Svo staðreyndin að Gandalf hafi alltaf verið vitari gerði Saruman óðan. En athygli Sarumans fór fljótt í að eignast vald eftir að hann kom til Middle-earth, þannig að hann var fljótur að yfirgefa verkefni sitt í Middle-earth.



Radagast The Brown
Einnig kallaður Aiwendil(í Valinor) og svo kallaði Saruman hann mörgum hæðandi nöfnum; Radagast The Fool, The Simple og The Bird-Tamer.

Aiwendil hét hann í Valinor, og var hann valinn af Yavanna, sem bað Saruman að taka hann með sér til Middle-earth.
Mjög lítið er minnst á þennan ágæta vitka í sögunni um hringinn, þó eitthvað. Í Hobbitanum þegar Gandalf hitti Beorn á vestari enda Mirkwood spurði hann Beorn hvort hann kannaðist við góðvin sinn Radagast sem byggi líka í Mirkwood og svaraði Beorn þá játandi.

Radagast var vinur allra dýra í náttúrunni og þá sérstaklega fugla, hann var fróður um allt sem tengdist náttúrunni, vissi hann þá allt um dýr og plöntur. Radagast gat talað við dýrin og voru þau miklir vinir hans, og gat Radagast beðið þau að gera hitt og þetta fyrir sig. Og notaði Radagast dýrin til að njósna um Sauron í stríðinu um hringinn, og skipaði hann öllum fuglum að fara með hvaða upplýsingar sem þeir höfðu um hreyfingar á herum Saurons til Orthanc.

Árið 3018 hafði Saruman samband við Radagast og sagði honum að reyna að hafa upp á Gandalf og biðja hann um að koma til Isengard sem allra fyrst. Þetta gerði Radagast og áttaði hann sig ekki á að þetta var í raun gildra sem Gandalf átti að ganga beint í, en Radagast var heiðarlegur og góður og gerði hann það sem foringi reglunnar bað hann um að gera. Radagast fann Gandalf nálægt Bree og sagði honum að fara til Saruman’s sem fyrst, og bað þá Gandalf hann um að segja fuglunum að láta vita af öllum hreyfingum Sauron’s til Isengard. En Gandalf fór til Isengard og var svo lokaður af efst á Orthanc. Svo seinna þegar Gwaihir kom til að láta vita af hreyfingum orka og fleiri skepna, sá hann Gandalf á toppi Orthanc turnsins og bjargaði honum undir eins.

Ekki er vitað meira um hvað Radagast gerði eftir að hann kom til Middle-earth, en hann yfirgaf sendiför sína og eyddi tíma sínum í náttúruna og að kynna sér allt það sem hún innihélt. Ekki er vitað hver örlög hans voru.



Alatar & Pallando

Þessir tveir voru einnig kallaðir The Blue Wizards(Ithryn Luin), en mjög lítið er minnst á þá í sögunum. Þeir voru báðir valdir af Orome. Þær klæddust báðir bláum skikkjum og voru þeir þá kallaðir The Blue Wizards. Þeir ferðuðust langt austur með Saruman eftir að þeir komu til Middle-earth, þó Saruman hafi snúið aftur vestur, voru þeir eftir og voru örlög þeirra ekki gefin.
Þó að í bréfi #211 sagði J.R.R. Tolkien…

“What success they had I do not know; but I fear they failed, as Saruman did, though doubtless in different ways; and I suspect they were founders or beginners of secret cults and ‘magic’ traditions that outlasted the fall of Sauron”

Einnig talaði hann um að hann vissi sjálfur mjög lítið um þá þar sem þeir komu ekki við sögu í því sem gerðist á norð-vestur hluta Middle-earth.


En jæja, ég lagði mikla vinnu í þessa skrift. Þó þetta séu einfaldlega bara þýðingar héðan og þaðan vona ég innilega að þið hafið gaman að þessari grein og vonandi að þið hafið fræðst eitthvað af henni.

Heimildir:
http://www.tuckborough.net
http://www.councilofelrond.com



Takk fyrir,
Steinþó