Óskarsverðlaunin 2010 Það er pínu síðan Óskarsverðlaunin voru en mig langaði samt til þess að setja inn mynd af flottasta kjólnum að mínu mati og síðan kjól sem mér fannst alls ekki flottur.

1) Ég féll strax fyrir blálitaða kjólnum sem Rachel McAdams klæddist. Hann er rosalega spes og mjög sérstakur á litinn -eins og það hann hafi verið litaður með vatnslitum. En það sem mér fannst eitt af því flottasta við hann var hvernig hann hreyfðist þegar hún labbaði. Ótrúlega flott að mínu mati!

2)Ég var ekki hrifin af kjólnum sem Amanda Seyfried klæddist. Neðri hlutinn er svosem í lagi en mér finnst efri hlutinn alls ekki flottur. Hann er allveg flatur, virkar harður -eins og einhver pappi og gerir ekkert fyrir hana. Mér fannst líka hárið á henni og förðunin ekki góð. Hún er svo sæt stelpa en á óskarsverðlaununum var hún eins og draugur…því miður.

Jæja, þetta er allavegana mín skoðun :) Hvað finnst ykkur?
An eye for an eye makes the whole world blind