Halló!
Ég bý í svíþjóð síðan sumarið 2003 og þegar ég var á íslandi vildi ég bara ekkert vera að kaupa mér buxur eða peysu því að verðin voru alveg fáránleg, eins og 9000 fyrir buxur finnst mér alveg út í hróa (hött).
Hérna í Svíþjóð langar mig bara ekkert að hætta að kaupa föt því að það er verið að selja einhverjar geðveikar buxur í Hennes og Mauritz á 300-400 kall sænskann (3000-4000) og peysur á eins og 200 kall, og í fyrsta sinn á æfinni minni er fataskápurinn fullur, mér finnst nú föt á íslandi einum of dýr og ég var búinn ap kaupa smá slatta í Hagkaup!
Það er einmitt búð hér sem er svolítið lík Hagkaup sem heitir Coop Forum þar sem er hægt að kaupa mat og föt en það er líka einum of ódýrt!!
Ég er svo ánægður með fötin og ég hefði sko aldrei keypt svona mikið af fötum á íslandi!!!
Í alvöru, það verður að gera eitthvað í þessu með íslenska fataverðið!!!!!!
Hvað finnst ÞÉR um þetta???????? ???????? ????