Ósamstæðir sokkar eru hlutur sem ég hef með litlum árangri reynt að koma í tísku árum saman. Ég fékk nokkra félaga mína til að reyna að styðja við bakið á mér og ganga í ósammstæðum sokkum með mér. Þeir gáfust mjög fljótt upp vegna aðkasts frá þröngsýnu fólki sem einfaldlega höndlaði ekki smávegis frumleika í þessum helvítis ógeðstískum sem ganga hérna yfir landið. Það að þetta hafi aldrei náð vinsældum sýnir hvað fólk er ömurlegt og lokað fyrir nýjum og spennandi leiðum, þið aumingjar sem þykist ráða tískunni eruð mjög líklega á sama tíma og þið lesið þennan póst búin að hrekja mig til sjálfsmorðs. Ég vona að næsta frumkvöðli sem kemur með eitthvað svipað gangi betur og takist að blása á fordóma heilalausra kinda. Takk fyrir<br><br>Numi