Ég fór að kaupa mér skó um daginn og leitaði út um allt. Svo endaði ég í Intersport af öllum búðum og splæsti í uppháa boxskó. Þeir eru fisléttir, þunnir, anda vel, ekki kaldir samt, háir svo enginn snjór kemst inn, einstaklega liðugir og svo eru þeir hljóðlausir! Alveg eins og ég vil hafa þá. Ég dýrka þessa skó mína og myndi vera í þeim inni við ef ég gæti.
Það virðist samt sem að fólk sé svolítið svona… “en þetta eru boxskór!” hugsandi. Þeir líta nú samt út fyrir að vera það og virka alveg jafnvel, ef ekki betur! Eina sem þarf að gera er að vatnsverja þá með einhverskonar skóáburði, en segið mér eitt “venjulega” fólk, lítið þið á þetta eins og að vera með sokka á eyrunum? Er þetta alveg svona hræðileg sjónmengun fyrir ykkar augu?