Ég var svolítið að velta þessu fyrir mér, hvað það er fáránlegt að brjóstastærð breytist alltaf í tískunni. Nú er til dæmis í tísku að vera með lítil brjóst. Mér finnst svosem ekkert að því að vera með lítil brjóst, en þetta er eitthvað sem er ekki hægt að breyta nema með aðgerðum og í einstaka tilfellum með matarkúrum. Ég er svo óheppin að vera með stór brjóst (34D) og hef alltaf verið frekar óánægð með það (líka þegar það var í tísku) og enginn matarkúr getr haggað stærðinni því ég er í grennri kantinum og því hefur þetta ekkert með of mikla líkamsfitu að gera. Maður hefði haldið að svona væri bara smekksatriði og ekki breytilegt af umhverfinu, en ég hef samt orðið vör við það að fólk, sem ég hef aldrei heyrt koma með athugasemdir hvað þetta varðar, er í auknum mæli að tala um hvað stór brjóst séu óaðlaðandi og mikið lýti, eins og maður sé eitthvað illmenni eða bimbó að vera með þá stærð sem maður er með. Er þetta tilfellið, látum við tískuna hafa áhrif á þessa afstöðu líka?