Hár er flott. Sítt, stutt, krullað, slétt, litað, ljóst, dökkt…
Margar stelpur hugsa mikið og pæla alveg helling áður en þær láta klippa hárið sitt. Að maður tali nú ekki um þegar stelpur ætla að lita á sér hárið. Og strákarnir pæla nú margir mikið í þessu líka. Það hefur verið dálítið í tísku undanfarið að láta hárið vera frjálst. Pínulítið úfið, miklar styttur og strákarnir líka. Mér finnst flott þegar strákar eru með dáldið sítt hár, það sem var kallað bítlahár í gamla daga og strákar voru einstaka sinnum reknir úr skóla fyrir.
En hafið þið einhvern tíma lent í því að hárið á ykkur hefur gjörsamlega verið skemmt á hárgreiðslustofum? Ég veit um nokkur dæmi:

1. Systir stelpu sem ég þekki var að fá strípur í hárið. Hún er svona ljóshærð með smá ljósrauðum tónum í en strípurnar áttu að vera gylltar. Litunin mistóks, strípurnar urðu ljósgrænar!

2. Önnur sem ég veit um ætlaði að láta lita hárið dökkrauðbrúnt með strípum. Hárgreiðslukonan sagði að þá yrði að aflita hárið fyrst. Það var gert en útkoman varð svo sannarlega ekki dökkrauðbrúnt heldur músagrátt með brúnum skellum.

3. Ég sjálf var að fara og láta klippa mig stutt. Ég er með sveip í hárinu og eftir mikla baráttu hafði mér loksins tekist að klippa sjálf á mig flottan hliðartopp sem var kjurr á sínum stað.
Konan sagði: ,,Mikið er þetta fínn toppur, má ég ekki líka laga hann aðeins til?" Jújú, ég leyfði henni það. Þá tók hún hann og klippa af!!! Hún klippti allan hliðartoppinn af og skildi eftir fullt af pínulitlum broddum eftir á enninu sem stóðu þvers og kruss.

Hvað á maður að gera ef einhver eyðileggur hárið á manni? Ég þorði ekkert að mótmæla. Í dæmum 1 og 2 var hægt að laga þetta en ég þurfti bara að bíða í marga mánuði eftir að toppurinn kæmi aftur. Þekkið þið fleiri dæmi um svona? Ég mun allavega aldrei fara aftur á þessa stofu aftur, ég hafði verið þarna alla ævi.
Kv Hibi