Skór eru æðislegir!

Það er eitthvað við það að kaupa sér skó því maður kaupir þá svo sjaldan. En mig langaði að tala aðeins um hvað skór eru orðnir dýrir! Næstum allir skór sem manni langar í nálgast 10.000 krónurnar:/
Svo er þannig með suma skó, sérstaklega þá sem eru í íþróttabúðum þá verða þeir dýrari eftir sem skóstærðin verður meiri… ég er það heppin að ég fer ekki upp í þau númer en það gera það margir og ég skil að það geti verið pirrandi að kaupa sér kannski skó á 9000-10.000 kr. og svo hittir maður einhvern sem er kannski með aðeins minni fætur, sem keypti sömu skóna á 7000 kr.
Merkin á skónum segja líka margt, það er hægt að kaupa sér dýra Diesel skó t.d. á 10.000, svo er líka hægt að fá mjög svipaða skó, sem eru ekki Diesel á miklu minna.. ég er ekki bara að tala um Diesel heldur mjög mörg önnur merki. Mín skoðun er samt að eftir því sem skórnir eru dýrari, þeim mun betri eru þeir. Það er að segja efnið í þeim og þannig.
Ég hef heyrt að UN Iceland selji mjög flotta skó og þeir séu ekkert svo dýrir, ég hef ekki komið þangað sjálf en hef skoðað myndir af þeim og séð nokkra skó þaðan og mér fannst þeir mjög flottir. Smáauglýsingarnar í DV frá UN Iceland pirra mig samt:)
Hvar finnst ykkur þið fá bestu skóna, og skó á góðu verði?

Kv, Sweet :)
Játs!