Anorexia og bulimia

Fólk hefur verið að tala um hvernig það er að vera of feitt. Það er alls ekki svo slæmt. Það verður bara að sætta sig við að vera eins og það er.
Fólk lítur svo oft bara á ytri fegurð. Ekki skiptir það máli hversu vel innrættur maður er, eða hversu vel maður vinnur, það er útlitið sem skiptir máli. Að vera eins og ofur fyrirsæta, vera eins og bara beinin og húðin.

Fólk er mismunandi. Hvort sem það er í skapi eða útliti, þá geta engir tveir verið eins. Sumir eru bara þannig að þeir eru háir og grannir, þó að þeir borða alveg það sama og einhver annar sem er aðeins of þungur. Vinkona mín vill vera eins og ofurfyrirsæta. Hún vill vera grönn, sem hún er nú þegar. Hún er ekkert nema húðin og vöðvarnir. Hún er í fimleikum og hefur því mikið af vöðvum og er mjög sterk og samt er hún að væla yfir því að hún sé bara einu kílói yfir kjörþyngd eða eitthvað. Það er ekki heilbrigt að fólk láti svona. Það er þess vegna sem næstum því önnur hver framhaldskólastelpa kastar upp, vill ekki borða McDonald's hamborgara eða eitthvað. Það er í lagi að borða skyndibitamat, en aðeins í hófi.

Út frá þessum sjónarhornum byrjar fólk að megra sig. Því finnst það vera of feitt. Það er allt í lagi að vera kannski tvemur eða þremur kílóum yfir kjörþyngd, það drepur þig ekki. Svo framarlega sem þú ert ánægð/ur með sjálfan þig.

Anorexia og bulimia er mjög algengur sjúkdómur. Þetta er sjúkdómur, ekki lífstíll. Þetta er einn erfiðasti geðsjúkdómur sem hægt er að kljást við, því að það er svo auðvelt að hugsa með sér að maður er svo feit/ur því að Britney sé svona grönn. Það geta allir fengið þessa sjúkdóma, hvernær sem er á lífsævinni, þó að konur/stelpur á aldrinum 15-25 ára séu í mestum áhættuhóp en strákar geta líka fengið þennan sjúkdóm. Þetta er ekki bara stelpusjúkdómur.

Anorexia lýsir sér í því að viðkomandi byrjar kannski að sleppa úr einni eða tvemur fæðitegundum. T.d. hættir að borða nammi og kjöt og fer að borða aðeins grænmeti. Þetta verður svo að vana. Viðkomandi byrjar að hugsa hvað hann ætlar að borða lítið í dag og hvað hann ætlar að sniðgangast. Kílóin byrja bara að hrynja af honum en alltaf hefur hann augunn á vigtinni og vælir yfir því að hann sé of þungur.
Lækning næst ekki nema ef viðkomandi viðurkennir að hann á við vanda að stríða. Það er ekkert grín að vera 170 cm og 30 kíló. Það er ógeðslegt og það er hræðilegt að sjá fólk sem er EKKERT. Sem er bara beinin, og hefur bara húðina.

Bulimia er þegar viðkomandi borðar eins og hestur, borðar og borðar en svo ælir hann öllu sem hann er búinn að borða. Þetta verður að vana og getur haldið áfram í mörg mörg ár áður en það hættir.

Af hverju? Það er sífellt yngra fólk að fara að kljást við þennan sjúkdóm. Á www.spegillinn.is fann ég bréf frá áhyggjufullri móður sem var að biðja um ráð, því að aðeins tíu ára dóttir hennar framkallaði uppköst eftir hvert einasta mál.

“Ég á dóttur á tíunda ári og mig grunar að hún geti verið með bulimiu!! hún framkallar uppköst nánast eftir hverja máltíð en borðar eins og hestur og talar mikið um hvað maturinn sé góður og biður um meira en er svo nánast með því sama farin til þess. - Áhyggjufull móðir”

Varla er þetta eðlilegt?
Hérna er svo svarið:

“Kæra áhyggjufulla móðir,
Þessi hegðun sem þú lýsir hér að ofan er að sjálfsögðu ekki eðlileg/heilbrigð. Anorexia og Bulimia eru sjúkdómar sem geta lagst á fólk á öllum aldri. Best er fyrir aðstandendur að afla sér uppl. um sjúkdómana. Hér á síðuni er hægt að finna ”Leiðbeiningar fyrir aðstandendur“, einnig er hægt að nálgast fræðslubækling í næsta apóteki, hafa samband við Barna- og unglingageðdeild, síma Spegilsins 661-0400, heimilislækni eða aðra fagaðila eða fólk með þekkingu á sjúkdómunum til að fá upplýsingar og leiðbeiningar. Gangi ykkur vel. ”

10 ára stelpa heldur að hún sé of feit, og vill grennast. En af hverju heldur hún að hún sé feit? Er það út af því að einhver poppstjarna er eins og beinagrind eða hvað? Eru krakkarnir að stríða henni? Ég held að það sé út af öllu sem er í kringum hana. Á popptíví sjáum við einhverjar poppstjörnur sem borða bara eitt epli í hádegismat og bara grænmeti. Fólk er mismunandi og þó að einhver poppstjarna út í heimi er grönn þýðir ekki að þú þurfir að vera grönn/grannur.

Það er til fólk út í heimi sem fær aldrei nógu mikinn mat. Sem fær aldrei fylli sína, aldrei nógu mikið vatn. Það er hægt að telja rifbeinin hjá þessu fólki. Líka hjá litlu 3ja ára stelpunum og strákunum, sem hafa aldrei vitað hvernig það er að vera saddur. Fólk er að væla yfir því að vera of feitt og hugsa síðan ekket út í það að sumir mundu glaðir vilja allan þann mat sem þau vilja ekki. Þau vita alveg örugglega ekki hvernig það er að vera feitur og ef þau vissu það mundu þau alveg vilja vera þannig. Það er ekki gaman að geta taliði á sér rifbeinin og hryggjaliðina eins og það væri hver annar fingur. Þetta er vandamál sem nútímaþjóðfélag þarf að takast við. Tvær af frænkum mínum hafa þurft að kljást við þessa sjúkdóma, önnur við bulimiu og hin við anorexiu. Sú sem var með anorexíu var alltaf inni í herberginu sínu að læra. Hún leit hræðilega út þegar prófin voru, og því alltaf með hæstu einkunn. Hún var eiginlega ‘lokuð’ inni til þess að hún fengi sér eitthvað að borða.

Bulimia og anorexia er ekki lífstíll, heldur sjúkdómur. Sjúkdómur sem dregur þig til dauða.

-Takk, Scherma