Það vill svo ömurlega til að ég asnaðist til þess að kaupa mús í BT fyrir sirka ári. Það kom á daginn að þessi mús er ótrúlega retarded. Hún dettur úr sambandi í allt að 10 sekúndur, alveg randomly.

Málið er að músin er í fullkomni standi, það er ekkert á henni ónýtt (þó svo að ég hafi því miður tekið reiði mína út á henni þetta kvöld) þannig séð.

Ég er með ALLT SEM fylgdi með henni, að kvittuninni undanskilinni.

Hefur einhver einhverja reynslu af því að skila svona, eða þá t.d. eitthvað í lögunum sem ég get notfært mér til þess að endurheimta þúsundkarlana mína?