Ég veit að ég hef farið í taugarnar á mörgum hugaranum með skrifum mínum. Það fyndna er að fólk hefur verið að taka öllu sem ég segi sem hinum hreinasta sannaleika, en svo er ekki. Í þessum játninga-korki ætla ég að segja sannleikann um Lazytown.

Ég skráði mig hingað inn á með það takmark að verða hataðasti notandi huga.is í sögu vefsíðunnar. Mér virðist nokkurn veginn hafa tekist það með því að hagræða sannleikanum hér og þar og vera einfaldlega pirrandi. Það er vissulega margt sem ég hef verið að segja á þessari síðu satt. Núna ætla ég að telja eitthvað af því sanna upp og eitthvað af því ósanna.

Það sem er satt er þetta:

1. Ég elska Tom Jones. Mér finnst hann frábær tónlistarmaður. Það er heldur engin lygi að mér finnst hann kynþokkafyllsti maður sem ég hef séð og ég myndi alveg örugglega sofa hjá honum ef ég fengi tækifæri til þess.

2. Ég hata metall. Ég hata Metallica alveg sérstaklega mikið og líka metal-hausa. No offence, en mér líkar bara ekki við ykkur. Get over it.

3. Ég hata goth.

Okei, þetta er svona það sem ég nennti að telja upp. Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita hvort að sé satt þá skuluð þið bara spurja.

Það sem er ósatt er þetta:

1. Ég er ekki dekruð. Alls ekki. Ég þoli ekki dekurbörn, þau verða að snobbuðum aumingum sem geta ekki unnið eins og menn og eru bara pure pirrandi.

2. Ég á ekki helling af Diesel-buxum. Ég á engar Diesel-buxur. Mér finnst þær ljótar og svo ganga allir í þeim og ég nenni ekki að vera í fötum sem eru alveg eins og föt stelpunnar sem situr við hliðina á mér í strætó.

3. Mamma mín hefur ekki farið í böns af lýtaaðgerðum. Það er eitt af því sem sagt var til að fitja upp á rifrildum við Skugga85.

Æi, mér dettur ekkert fleira í hug til að játa í augnablikinu. Þannig að ég kveð að sinni.