Halló

ég brimaði inn á umræðu á <i>leikjatölvum</i> um daginn, ekki vanur að verja nettíma mínum þar en ákvað að kíkja í heimsókn, smá tilbreyting drepur í besta falli bara tímann

rak augun í grein sem heitir ‘Telling it like it is’ eða eitthvað soleiðis. það virtist vera eitthvað voða spennandi á seyði (ca. 90 svör) þannig að ég kíkti á hana.

jújú, ágætis úttekt á leikjatölvum og almennt rabb um þær í greininni sem lauk svo með stjörnugjöf þar sem hin og þessi tölva fékk svo og svo mörg prik.

greinin fékk nokkur gáfuleg og sæmilega rökstudd svör en svo fór þetta smám saman að fara út í rifrildi og one-lænera

svo sá ég eitt sem mér fannst <b>alveg frábært</b> og helvíti fyndið.

<i>'þessi grein markar tímamót'</i>
-sphere

ég bara gat ekki látið þetta kjurrt liggja svo smelltá ‘reply’ og svaraði:

/mitt reply/——————————–
<i>Bwahahah!
[svo kom það sem sphere ropaði útúr sér með tímamót]

Taktu hausinn úr rassinum og fáðu þér líf</i>

/mitt reply/——————————–

svo kíkti ég daginn eftir til þess að sjá hvort/hverju hann hefði svarað. neinei, þá var búið að eyða því sem ég skrifaði. kom þá í ljós að sá-og-hinn-sami-greinahöfundur er einn af stjórnendum á áhugamálinu!

finnst mér þetta nú frekar fúlt. ef menn fíla ekki það sem við þá er sagt þá henda þeir því bara eftir hentugleika..

ég viðurkenni það og skammast mín ekkert fyrir það að þetta var harðort svar hjá mér, en að minnsta kosti rökstutt með þeirri setningu sem ég var að vísa í og ég leyfi mér að sýna fram á að mitt svar var langt því frá það fyrsta sem hefði átt að eyða ef menn væru í þeim pælingum

VATN Á FUCKING GEISLADISKA EIGUM VIÐ EKKI AÐ ÞURRKA HANN Í ÖRBYLGJUNNI Á EFTIR OG KVEIKJA AÐEINS Í TÖLVUNNI.

JeZas

þannig að hvað er þetta annað en ritskoðun á þeim skoðunum sem koma illa við þá sem halda á spöðunum?

ef menn þola ekki smá diss þá eiga þeir nú bara að vera heima hjá sér. eða hvað finnst ykkur, var þetta alltof gróft svar hjá mér sem átti skilið að vera sópað af borðinu - of hættulegt til birtingar ? eksplizit materíal ?