Mér skilst að aðalleiðindin við að kaupa sér eitt slíkt sé sendingarkostnaðurinn til landsins. Nú er vinkona mín að fara til Bandaríkjanna bráðlega og mun gista á hóteli. Gæti ég látið Amazon senda græjuna þangað?
Vonandi eru einhverjir hér sem eiga Kindle. Finnst ykkur þess virði að kaupa 3G týpuna? Er það virkilega ókeypis hér á landi líka? Hvernig virkar það?