Ég las frétt um daginn þar sem konu hafði verið meinað að nota gjafakort í bíó. Gjafakortið gildir bara á almennar myndir, þe myndir sem kostar eitthvað, 1100 kall á. Konunni og manninum hennar langaði þó að sjá Sanctum, sem er sýnd í 3D og kostar eitthvað meira að sjá hana. Konan mátti því ekki nota gjafakortið, mátti ekki einu sinni borga mismuninn! Þau fóru því heim, súr á svip. Hræðilegur atburður.

SEM BETUR FER var stofnuð facebook grúppa um þessi voðalegu athæfi bíósins og fólk hvatt til þess að sniðganga þetta bíó, Sambíóin held ég. Það hefur fólk líklega gert því nú hefur bíóið boðið konunni og manninum hennar að sjá myndina, frítt! Og þau fá stóra kók og popp líka!!

Þetta er stór dagur fyrir mannréttindi og samstöðu Íslendinga. Ég get eiginlega ekki lýst hamingju minni með orðum, þetta er alveg… já frábært. Skulum ekkert vera að sniðganga olíufélögin eða baugsfeðgana. Nei, það eru smámál. Andskotinn hafi það, gjafakort í bíó skal gilda á allar myndir!

Áfram Ísland!
indoubitably