Er það bara ég eða er eins og skrýtna fólkið á höfuðborgarsvæðinu búi í Hafnarfirði?
Ég er alltaf að lenda í einhverju í ásnum.
Fullur maður að sofna á öxlinni minni.. gömul kona að snýta sér á sætinu.. einhver að kasta vatnsblöðru fullri af málningu í gluggann einmitt þar sem ég sit eða eins og dag.

Ég sat rétt fyrir aftan miðju.. og ég sé bústna konu á ca fertugsaldri ganga á milli allra.. ég hélt hún væri að spyrja hvort þeir vildu eiga naggrísinn sem hún hafði meðferðis.. en svo þegar hún kom að mér…. “VILTU SOFA HJÁ MÉR?” - Ha? Nei! - “Viltu sofa hjá mér?” - NEI! - “Viltu sofa hjá mér” - *ég set töskuna mína þannig að hún geti ekki sest við hliðina á mér* “Nei og spurðu þennan gaur.”

Hún fór svo að angra alla hina.. svo kemur hún aftur og spyr sömu spurningar. Það sat svona eftirlitsmaður fremst (sem er ekki oft) en gerði ekki neitt.

Er einhver annar með svipaða reynslu af ásnum?