Ég ákvað að leiðrétta þennan misskylning. Hérna er myndbandið sjálft http://www.youtube.com/watch?v=TcKpx2DxGwY . Þetta eru ekki nýjar lífverur. Þetta eru ormar sem kallast T.Tubifex eða Tubifex Tubifex. Þessir svo kölluðu Tubifex ormar lifa í vötnum og ám og líka á stöðum þarsem aðrar lífverur lifa ekki.
Þar sem þeir þurfa mjög lítið súrefni þá geta þeir lifað á mjög þröngum dimmum og loftlausum stöðum. Það sem við sjáum í þessu myndbandi er einfaldlega Tubifex colony eða Tubifex nýlenda og þetta gerist þegar þeir fjölga sér. T.Tubifex geta verið á mjög menguðum stöðum. Og Tubifex eru fæða fyrir margar tegundir t.d einsog fyrir fiska eða blóðsugur. Á mörgum stöðum í heiminum eru þeir þurkaðir og notaðir í fiska mat. Svo einsog þið sjáið er þetta ekki nýtegund.