ef þú nennir ekki að lesa væl í sögulegu magni, þá legg ég til að þú hættir að lesa núna.

Okey, síðustu mánuðu hefur lífið bara alls ekki verið að gera sig hjá mér að mínu mati. Ég hef held ég alltaf verið frekar lokuð manneskja, og átt fáa en nána vini.
Síðan fyrir svona nokkrum mánuðum, þá var mér ýtt útúr þröngum vinahóp, sem samanstóð af fólki sem ég var búinn að þekkja mjög lengi og flokkuðust sem bestu vinir mínir fram að þessum tímapunkti. Það kom semsagt upp ágreiningur sem ég vill ekki segja frá þar sem flest allir stunda huga þarna og ég vill ekki gefa upp hver ég er, þannig að ég er ekki lengur hluti af þessum hóp þótt þau segjist vilja vera vinir mínir ennþá. Ég hef alveg talað við þau síðan þá en samt ekkert hangið neitt með þeim að viti eða talað mikið við þau.
Eftir það hef ég verið mjög mikið einn bara, og á sama tíma og ég var kominn með ógeð á að vera í skólanum, fannst mér það samt skásti tími dagsins af því þá var ég allavega með fólki sem var á svipuðum aldri og ég og mer finnst alveg skemmtilegt að hanga með. Ég á semsagt alveg vini þannig séð. Ég hef alltaf einhvern til að vera með í skólanum og fæ að vera með í öllu sem er gert og svoleiðis, en þar með er það upptalið. Ég er ekki hluti af neinu svona krúi eða hef neinn sem ég get gengið að vísum um að geta hangið með.
Svo finnst mér líka eins og allir sem ég umgengst haldi að ég sé bara einhver hálfviti. Þau hrós sem ég fæ eru oftar kaldhæðni heldur en ekki, nema frá foreldrum mínum, og þótt að það sé auðvitað mjög gott að vita að þau hafi trú á manni þá er það bara engan vegin eins.

Veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að næsta atriði, en í stuttu máli er það bara kvenkynið. Ok, ég á við ákveðið vandamál að glíma, sem gerir það að verkum, að ég held að nánast allar stelpur sem ég hef kynnst, svona síðustu 2 árin allavega, hafi bara sett mig beint í friends zone strax og ég hitti þær. þetta vandamál er ss útlitstengt, vill ekki gefa það upp heldur þar sem það er frekar auðkennandi, en ég er ekki með risastórt æxli, og ég er frekar snyrtilegur myndi ég telja þannig að það er ekki eins og ég sé algjört ógeð.
veit ekki alveg hvað ég gæti gert í þessu en ég er bara kominn með ógeð á að tala við stelpur sem ég er geðveikt hrifin af, tala um kærastana sína eða gaurinn sem þær eru að dúlla sér með, eða þá að þær séu geðveikt hressar einn daginn og svo daginn er varla sagt hæ við mann, eða manni sagt að halda kj.

Mér er búið að líða ömurlega yfir þessu síðustu mánuði, og stundum velti ég því hreinlega fyrir mér hvort það sé einhver tilgangur í að halda þessu áfram.
Veit ekki hver tilgangurinn með þessum þræði var annar heldur en bara að ná að segja þetta við einhvern, en ef þið hafið eitthvað að segja um þetta þá er það ágætt.
Skítköst vel þegin.