ég er hrædd við glugga
ég veit að þetta hljómar asnalega en ég var að fatta það að ég hef alltaf verið einhverneigin hrædd við glugga.
ég panika ef það er dimmt úti og ég er í herbergi þar sem dregið er frá glugganum. Og líka bara þegar það er ekki dimmt… ég verð alltaf að hafa dregið fyrir alla glugga annars líður mér ógeðslega illa og ég get ekki einbeitt mér almennilega.
Hvað kallast þetta?
nei ég er ekki fáviti, ég hef prufað google en ég fæ þá bara eitthvað fóbiur fyrir að detta út um glugga eða eitthvað ‘windows’ (stýrikerfið) rugl..