Sælir Hugarar!

Langaði bara að spyrja hvort e-h fleiri hafi orðið varir við næstum algjört hvarf þessarar ágætu snakktegundar :) Það eru semsagt bláu Maarud snakkpokarnir, svona rifflaðar flögur.

Ég fæ mér þetta mjög oft en undanfarnar vikur hefur þetta fækkað mjög og núna sé ég þetta bara alls ekki neins staðar! í öllum búðum bara horfið. Samt er alltaf til nóg af hinum bragðtegundunum frá Maarud, þess vegna er ég svo hissa. Myndi skilja ef þeir hefðu hætt að flytja inn allt Maarud vegna kreppunnar eða e-ð, en samt er bara þessi eina bragðtegund horfin :/

Eitthverjir fleiri tekið eftir þessu?