Frá því um áramótin er ég búin að þjást af því sem kannski má kalla leti eða þunglyndi og er eiginlega komin með nóg.

Ég útskrifaðist úr menntó síðasta vor og vann í nokkra mánuði og var svo á spáni í spænskuskóla fram að jólum. Var með plan um að vinna aftur þegar ég kæmi heim og fara með vinkonu minni til s-ameríku í mars og byrja í hí um haustið þegar ég væri nú búin að finna út hver ég er og hvað eg vil læra. Ég kem heim rétt fyrir jól, og þó ég hafi vitað af þessari kreppu þá einhvernveginn fannst mér þetta vera ekkert of mikið mál.

Ég man bara hvað ég var í miklu sjokki þegar ég horfði á innlenda annálinn á gamlárskvöld (ég meina guð blessi Ísland!!) Allaveganna þá sökum kreppu hafa plön mín eins og og annarra breyst mikið. Ég átti að vera örugg með vinnu þegar ég kæmi heim en augljóslega gekk það ekki eftir. Þannig að draumurinn um að safna sér fyrir s-ameríku reisu ekki lengur í myndinni.Svo ég skráði mig í HÍ í ensku bara svona meðan ég væri að ákveða mitt næsta “múv”. Verst er bara að það er ekki skyldumæting í neitt af tímunum mínum svo ég mæti eiginlega aldrei. Ekket hefur gengið að fá alvöru vinnu, það besta sem ég fékk er að bera út fréttablaðið sem er svosem betra en ekkert en ekki nógu gott
.
Ég er núna loksins búin að ákveða hvað ég vil læra í háskólanum og það er ekki enska, of seint að skipta svo ég verð að bíða þangað til næsta haust þangað til ég get byrjað að læra það sem ég vil. Þannig að ég er bara að hanga. Ég hef engan metnað í að læra enskuna eða mæta í tíma. Ég vakna snemma alla morgna og ber út, og fer svo aftur að sofa, sef til hádegis og hangi þangað til ég fer aftur að sofa.
Ég veit alveg að það er fullt sem ég get gert og ætti að gera en ég einhvernveginn fæ mig ekki til að gera neitt.
Ég gæti tildæmis tekið mg á líkamlega, farið útað hlaupa, synda eða eitthvað, gæti þessvegna boðið fram hjálp mína hjá rauðakrossinum eða mæðrastyrksnefnd, gæti verið geðveikt dugleg og þrifið oftar heima hjá mér, farið oftar út með hundanna mína, mætt í tíma og náð þessum prófum svo í vor. . etc etc. Mér finnst bara enginn tilgangur í neinu sem ég geri sem sökkar.
Ég vil ekkert frekar en fara til útlanda yfir sumarið en það er erfitt þegar engar eru tekjurnar og fjölskyldan mín er nú í djúpum skít fjárhagslega svo ég gæti ekki fengið lán frá þeim og við sjáum fram á að missa húsið.

Ég sé semsagt fram á að hanga og láta mér leiðast fram í ágúst. Fjör.

Ég er ekki að biðja um vorkunn eða skítkast, veit alveg að letinn er að drepa mig en ég þurfti bara að tuða aðeins.

Gaman væri að vita ef einhver væri í svipuðum sporum.