Ég mig langar að vita hvernig vistir eru í öðrum skólum, finnst vistin í ME vera eins og fangelsi.

Það eru myndavélar á öllum göngum, það á alltaf að vera ró, eftir 24:00 er öllum dyrum læst einginn kemst út og enginn inn eftir 01:30, engir gestir eftir 23:30. Allir eiga að vera komnir í sín herbergi eftir 24:00 og meiga ekki fara fram fyrr en kl 7. Eftir böll eða þegar það er opin helgi á vistinni kemur lögreglan með dóphund sem labbar um alla ganga. Húsfreyjan er ekkert annað en fangelsisvörður og djöfullinn í manns formi með grófan sand í kunntuni. Hún er með áfengismæli og maður er látinn blása ef maður kemur seint eða þú ert nýlega búinn að drulla yfir hana og hún reynir allt til að láta reka þig af vistinni.

En hvernig er þetta á öðrum vistum?