Ég ákvað að halda uppá tvítugsafmælið mitt með því að panta efri hæðina á Prikinu og halda gott partý þar.
Allt gott og blessað með það, staðurinn er laus þegar ég var búin að ákveða að halda partýið og sátt með að þetta væri allt miklu ódýrara en ég bjóst við.

En nei, FIMM dögum eftir að ég segi þeim að ég ætli að fá staðinn þetta tiltekna kvöld, og tilbúin að borga um leið og ég fengi frekari upplýsingar, er með tjáð að þeir hafi átt í einhverjum töluvandræðum og staðurinn sé því frátekinn fyrir annann einstakling þetta tiltekna kvöld.

Ég varð svo pirruð! Þetta var eini staðurinn sem var passlega lítill því ekki á ég nógu stórann vinahóp til að það borgi sig að taka stærri stað. Stefnir allt í að ég verði að þá bara að bjóða fólki heim til mín í “sveitina” og ferja alla svo niðrí bæ með rútu :(