Jæja fyrsta skiptið sem ég nöldra enda er ég hæglætis náungi.

Það vakti athygli mína á vef mbl.is eftirfarandi frétt:

Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, segir að lögreglan hyggist leggja fram kæru gegnum honum fyrir að hafa brotið gegn grein hegningarlaga, þ.e. fyrir að hafa raskað öryggi farartækja eða umferðaröryggi á alfaraleiðum. Brot við þessu getur varðað allt að sex ára fangelsi.

Í annarri frétt kemur fram að Sturlu Jónssyni talsmanni atvinnubílstjóra hafi verið lýkt við morðingja.
„Þeir sögðu að ég væri stórhættulegur morðingi en ég svaraði engu því ég hef ekki gert nokkurn skapaðan hlut af mér," sagði Sturla Jónsson talsmaður atvinnubílstjóra við fréttamenn eftir yfirheyrslur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins fyrir stundu.

Allt þetta veður útaf friðsælum mótmælum.

Allaveganna að mergi málsins. Í morgun var alvarlegt umferðaslys á Reykjanesbraut við Vogaafleggjarann. Tafir urðu á millilandaflugi um eina klst. vegna slyssins og umferð sat föst í 2 tíma. Frábært! Voru þessi kjánar sem klesstu hvor á annann ekki að stuðla að óöryggi í umferðinni með því að klessa á hvorn annann. Bjánar, við ættum að taka þá í gegn fyrir þetta, kæra þá og fá þá í yfirheyrslur fyrir að loka einum mest ekna vegi landsins í 2 klst og seinka flugi fyrir almenning.

Rúmum klukkutíma eftir slysið á Reykjanesbraut varð big crash á Vesturlandsvegi rétt fyrir utan Mosfellsbæ. Þar var rúta og vörubíll sem lentu harkalega saman og lágu bílarnir þvert yfir veginn svo Vesturlandsvegur á móts við Þingvallarafleggjara var lokaður.

Kanski við ættum að kæra þá fyrir að stöðva umferð, ógna umferðaröryggi okkar og eyða tíma okkar. Senda þessa “morðingja” svo í ökuskólann eftir allt að 6 ára fangelsisvist, þar sem þeir sitja inni meðal nauðgara og dópsala sem fá 2-4 ára dóm fyrir brot sín. Þessi bölvans ökuníðingar sem lentu í slysunum.

Nei það er litið hjá þessu því þetta voru slys. (Geri samt enganveginn lítið úr því.) En þar sem einhver hópur manna tekur sig saman til að stöðva umferð þá verður allt brjálað. Sjúkra- og slökkvibílar eiga alltaf að hafa aðra leið tilbúna þegar þeir fara í útkall þar sem allstaðar geta orðið tafir á umferð, og þarf ekki mótmæli til. Það þarf ekki nema að springa dekk á Yaris dollu til að stöðva alla umferð fyrir ofan Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsveginum því þessir ráðakjánar ákváði að setja vegrið milli akgreina sem er svo stórhættulegt að ölls ríki ESB hafa tekið þetta úr vegakerfum sínum vegna mikilla galla og slysahættu.

Hver hugsar skýrt hérna núorðið?