Núna er ég í svolitlum vandræðum, ég þarf að fara til Akureyrar á mánudaginn og vera þar í nokkra daga fer eftir því hvort ég þarf að vinna næst á miðvikudaginn eða hvort það verði á mánudaginn, en ég er víst aðeins of ung til að meiga tjalda á tjaldsvæðinu og á þessum árstíma(ferðamannatímanum) þá skilst mér að það sé alveg vonlaust að finna gistiheimili með laust herbergi núna.

Þess vegna datt mér sú bjartsýni í hug hvort að einhver gæti leyft mér að tjalda í garðinum hjá sér eða eitthvað. Ekkert vesen á mér, bara 17 að verða 18 ára stelpa sem vantar stað til að sofa á fáeina daga, frá einum degi upp í hámark viku.

Málið er að ég verð að fara norður, persónulegar ástæður, hefði þurft að vera farin. Það miklar að ég fer hvort sem ég verð komin með stað til að vera á eða ekki.

Það sakar almennt ekki að vera pínu bjartsýn, en gagnast það eitthvað núna? *puppyeyes*

P.s. Ég veit að þetta er rosaleg bjartsýni en ég er nánast ráðalaus =/
-