Það eru bara 3 dagar í að ég fari út til Danmerkur á Roskilde festival! Ég hlakka svo til!
Eru einhverjir fleiri hérna að fara? Ef svo er, eruð þið búin að ákveða hvaða hljómsveitir þið ætlið að sjá? Ég fer allavega pottþétt á Roger Waters, Bob Dylan, Deftones, Franz Ferdinand, Rufus Wainwright og fleiri en missi af Guns'n'Roses (fyrirgefið ef þetta er e-ð vitlaust skrifað) vegna þess að ég kem svo seint á föstudaginn og ætla að fara á Sigurrós … Svo er ég líka búin að finna nokkrar hljómsveitir sem mig langar að skoða, t.d. The Five Corners Quintet og Hammond Rens.
http://www.roskilde-festival.dk/object.php?obj=539000c&code=1
Er eitthvað fleira þarna sem þið mælið með? Ég fíla nærri því allt, er samt ekki mikið fyrir tecno, rapp, r'n'b og þannig og heldur ekki death metal …
Allavega, skemmtið ykkur sem eruð að fara :)