Ég var að lesa korkin krakka fífl (eða hvað sem hann heytir) og ákvað að segja ykkur afhverju fólk er lagt í einelti. ATH. Þetta er ekki fullkomið svar heldur aðeins brot af því.
Þið kannist við “sögunna” um hvíta hrafninn. Í hvert sinn sem hrafn fæðist hvítur er hann drepinn af hinum hröfnunum því hann er öðruvísi. Þetta er bara í eðli allra dýra (já dýra) að hata og vilja eyðileggja allt sem er öðruvísi. Þeim finnst það allt í lagi og lýður ekkert illa yfir því.
Já, að vísu miðað við há-þróun okkar manna ættum við ekki að láta stjórnast af eðli okkar og láta rökvísina ganga fyrir en sumir eru bara ekki komnir svo langt í þróuninni, það kemur alltaf fyrir að eitthverjir fæðist aðeins á eftir. Skulum við segja: Hafa lága greinvavísi tölu? já í mörgum tilvikum, það tengist ekki alltaf gáfum samt heldur getur það tengst slæmu uppeldi og ástleysi foreldra sm eyðileggur skilning fólks á réttu og röngu og hvað sé rökrétt og hvað ekki. En nóg með það því fleiri sem leggja í einelti því fleiri bætast í hópinn enginn vill vera öðruvísi því… lesið bara fyrir ofan. Það er skrítið að þetta viðgangist en enda eru oft heimskt fólk við stjórnvöllin *hóst*Bushnotjudgingbutstill*hóst*.
Þegar ég sé einelti (sem er sem betur fer ekki algengt í mínum skóla) tek ég ekki þátt í því en geri ekkert á móti heldur því að myndi aðeins gera illt verra.
En alla vega þetta gæti útskýrt hluta af spurningunni. Þetta er einnig ástæðan fyrir mörgum stríðum og öllum fordómum held ég.
Vinsamlegast ekkert skítakast og ef þetta þróast yfir í rifrildi mun ég beita öllu sem í mínu valdi stendur til að fá ykkur bönnuð. Takk fyrir það.
Og munið að það er einungis þeim aðilum sem eru lagðir í einelti að kenna að þeir séu lagðir í einelti. Þeir eiga bara ekkert að vera með gleraugu eða finnast eitthvað skemmtilegt (eða leiðinlegt) sem ER það ekki, og svo framvegis….