Lotukerfið
Rúsinn Mendelév settu fyrstur upp lotukerfið árið 1869. Hann raðaði efnum eftir vaxandi frumeinda massa og setti efni með líka eiginleka í sama dálk. Þegar Bohr hafði sett fram hvolfaímynd sína, varð ljóst hvers vegna efni í sama dálki. Þau hafa sama fjöld rafeinda á ysta hvolfi.
Hvolfaímynd frumeindar
Við upphaf síðustu aldar (um 1900) var talið að rafeindir væru á tilteknum brautum um kjarnann. Þessi hugmynd er kennd við Danann Níels Bohr, sem var einn af brautriðjendum í kjarneðlisfræði. Ímynd Bohrs gat skýrt margt sem áður var óljóst, svo sem mismunandi öldulengdir ljóss , lotukerfið o.fl.
Skoðum ímynd Bohrs með vetnisfrumendina. Bohr taldi að í vetnisfrueindinni væri rafeindin á braut í tiltekinni fjarlægð frá kjarnanum. Þessi braut myndaði einskonar yfirborð kúlu. Fruefni með fleiri rafeindir hafa fleiri slík hvolf sem hvert um sig getur tekið tiltekinn fjölda rafeinda. Helín (He) hefur sætistöluna 2, 2 róteindir og 2 rafeindir. Báðar rafeindirnar eru á sömu braut um kjarnann, á sama hvolfi. Liþín (Li) hefur sætistöluna 3, 3 róteindir og 3 rafeindir. Þessar rafeindir raðast á 2 hvolf, á innra hvolfinu eru 2 rafeindir en þriðja rafeindin er á því ytra.
Hvert hvolf getur aðeins hýst tiltekinn fjölda rafeinda:
1. Fyrsta hvolfið getur hýst 2 rafeindir
2. Annað getur hýst 8 rafeindir
3. Þriðja getur hýst 8 rafeindir
Fleiri hvolf eru til en þau koma okkur ekkert sérlega við þar sem flest algengustu frumefnin falla innan þessa rafeindafjölda.