Jæja.. ég byrjaði með þessa hálsbólgu á mánudaginn þá var þetta bara lítið en byrjaði með því að þegar ég kyngdi þá fékk ég sárt í hálsinn. Svo vaknaði ég daginn eftir alveg fárveikur með bein/vöðva verki útum allan líkamann, gríðarlega hálsbólgu og harðsperrur útum allan líkamann.

Svo er bein/vöðva bólgan byrjuð að minnka og harðsperrurnar en hálsbólgan hefur ekkert breyst.

Ég er búinn að vera drekka alltaf eitthvað heitt s.s. kaffi, kakó og svoleiðis og það mýkir hálsinn smá en svo kemur þetta aftur eftir svona klukkutíma - tvo. Og líka er ég búinn að halda mér innandyra síðan þá, reyndar fór ég aðeins útí búð í dag alsaklaust.

Hvernig laga ég þessa hálsbólgu, er einhver með einhverja gamla heimilisaðferð?

Kveðja: djgmo sem er illt í hálsinum :(