Hárrétt, við berum of mikið traust til hvors annars. Eða það mætti frekar segja að það er ekki hægt að treysta neinum. Var einmitt að rífast um þetta við pabba minn um daginn, hann nefndi að svertingjar væru latir og síðast en ekki síst var ekki hægt að TREYSTA þeim.. guð minn góður, ég er með svo massíf dæmi um hversu EKKERT ER HÆGT AÐ TREYSTA NÆSTA MANNI! En þau dæmi eru … eitthvað sem enginn fær að vita, get it? Trust no one.
En my point is, allt mannfólk er eins, algjörlega óháð litarhafti eða útliti. Við hugsum öll eins og við viljum öll það sama.
Þessvegna er fíkniefnaheimurinn stærri en allir halda, við höfum öll prófað þetta, við erum öll í neyslu, við erum í skóla, við erum í vinnu, við erum að græða pening og við erum að eyða honum jafn hratt. Hvers vegna? Við erum forvitin og við viljum eitthvað spennandi og nýtt. Ég er tvítugur, ég vil lifa lífinu núna, ekki þegar ég er eldgamall og get ekki hreyft mig. En ég meina, það er bara ég. Ég er í skóla og ég er í vinnu, ég er nýhættur í sambandi og ég bý heima hjá foreldrum mínum. Þarf ég að biðja um eitthvað meira? Nei kannski ekki, en ég vil samt láta mér líða vel, og það geri ég, hiklaust.