Ég hata fimmtudaga!!!!
Og þetta er ástæðan:
(Ein kennslustund er 40 mín.)
Ég byrja kl. 8 í tvöfaldri stærðfræði (80 fkn mín.).
Svo fer ég í tvöfalda samfélagsfræði.
Svo tvöfalda dönsku
Svo tvöfalda eyðu sem er leiðinlegt vegna þess að ég hef þá ekkert að gera vegna þess að nýja strætókerfið er drasl og svo ég bý ekki nógu nálægt skólanum til þess að það taki því.
Allavega, svo fer ég í tvöfalda íslensku.

Þetta er svo ógeðslega þreytandi!!