Af hverju í ósköpunum var Eiður Smári valinn íþróttamaður ársins, hvað er HANN eiginlega búinn að gera í ár, óháð árangri Chelsea. Er hann ekki búinn að vera á bekknum 50% af árinu, svo er hann aðeins búinn að skora eitt mark ef ég man rétt.

Ég veit ekki hver átti mest skilið að vinna enn miðað við hvernig Guðjóni Vali hefur gengið (langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar, erfiðustu deildar í heimi og þýskur meistari) þá stendur hann miklu framar í sinni íþrótt en Eiður nokkurntíman í fótbolta.

Svona er þetta þegar íþróttafréttamenn hafa afgerandi mestan áhuga á einni íþrótt.
Að hann skildi vinna er furðulegt en að hann skildi hafa rústað þessu svona algerlega er bara hlægilegt.

Ps. Hef ekkert á móti Eiði sjálfum, hann er örugglega fínn gaur en ég þoli ekki þennan Eiður fan-club sem allir íslenskir íþróttablaðamenn virðast vera meðlimir í.