Þeta er svona smá spurning handa ykkur. Hefur það einhvern tímann komið fyrir ykkur að þið skynjið allt sem að er að gerast í kringum ykkur en getið hvorki hreyft ykkur né opnað augun?
Þetta hefur komið alloft fyrir hjá mér, ég hef kannski sofnað í sófanum við sjónvarpið og svo er kallað í mann í mat eða eitthvað. maður heyrir það en getur hvorki talað né hreyft sig. þegar að þetta kemur fyrir mig þá á maður mjög erfitt með andardrátt og þarf að reyna mjög mikið á sig til að fá lungun til að vinna fyrir sig.
ásamt því að koma þessu á framfæri vill ég hér með spyrja veit einhver hvað veldur þessu?