Ég vill þakka vefstjóra snögg viðbrögð.

Þannig er mál með vexti að einhver notandi fór hamförum í innihaldslausum greinasvörum hér á Huga í dag og sendi ég því vefstjóra skilaboð um málið.

Mér berast svo skilaboð þess efnis að viðkomandi hafi verið bannaður og það samdægurs.

Þetta finnst mér frábærlega að verki staðið og sýnir að aumingjar sem reyna að skemma þetta ágæta (en um þessar mundir líflausa :) vefsamfélag fá ekki að vaða uppi óáreyttir.

Gott mál!