“En svo var ég að spá, þar sem það margir virðast hafa áhuga á að mótmæla, hvernig væri þá að við gerðum það bara… hver og einn hérna tekur sig til og prentar/skrifar eða eitthvað auglýsingu um mótmæli á Ingólfstorgi, labbað að alþingishúsinu a laugardaginn um 4 leytið, ef allir leggja eitthvað á sig, þá verður mikið úr þessu!! allir að setja upp auglýsingar um fund og bara mæta, en ég þarf að vita hvort það sé áhugi, annars…. ef ykkur lýst vel á þetta, látið mig þá vita, ég get ekki gert þetta ein!!! :)”

þetta skrifaði girlygirl


Mig langar að koma með uppástungu ef við hittumst á laugardaginn þá skulum við búa til undirskriftarlista og fara á laugaveginn á sunnudaginn þegar mesta umferðin er og byðja fólk að taka þátt í undirskriftalistanum.

hér er svo spurningin hverjir ætla að koma og hver er til í að gera hvað???

við verðum að senda ríkisstjórninni bréf um okkar mótmæli og álit okkar… kannski þurfum við að senda þeim 20-40 bréf áður en þeir hlusta en það er oftast eina leiðin til að þeir virði mann viðlits. vera nógu ákveði og ágengur… ég skal komast að því hvern er best að afhenda undirskriftalistann til og/eða áreita með bréfa-skriftum.

En þú?
G