Þá er hugi kominn aftur í gang eftir nokkurra klukkustunda bilun. Og þá er bara spurningin; hvað gerðu hugarar á meðan? Margir virðast hreinlega búa hérna og því verð ég að spyrja hvað menn tóku til bragðs. Fóruð þið út og uppgötvuðuð náttúruna, funduð þið ykkur góða bók eða störðuð þið bara tómlega á skjáinn og biðuð? Var kannski einhver sem hélt væri komið að heimsendi og byrgði sig upp af mat og lokaði sig niðri í kjallara með sína nánustu og haglabyssuna?
No guts, no glory