Ég var að horfa á þessa hræðilegu mynd og ég skil ekki af var gerð framhald af fyrstu.

Þannig er mál með vexti að eitthvað highschool fótboltalið í USA er að koma heim í einhverji skólarútu eftir að hafa unnið einhvern úrslitaleik. Allir voða happí í rútunni þangað til að eitthvað skrímsli sem flýgur og skiptir um höfuð vaknar eftir 23 ára dvala. Skrímslið vill greinilega fá sér að borða og borðar nærri allt fólk sem er á þeesum vegi og hendir svo svona kínverskri kaststjörnu á dekkið á rútunni og rútan stoppar og allir fara út. Já, skrímslið tekur báða þjálfarana og rútubílstjórann og borðar þá greinilega og allir krakkarnir hlaupa skíthræddir í rútunna.

En ég er ekki kominn að því besta, þegar skrímslið teygjir sig inn eftir nördanum í hópnum þá taka krakkarnir til sinna ráða og ákvaða að stinga hann með einhverju röri í hausinn. Viti menn það tekst og skrímslið sleppur nördanum. Svo er skrímlið upp á þakinu og er að berjast við að ná rörinu af og tekur í leiðinni hálfan hausinn af. Þá þarf hann náttúrulega nýjan haus og teygjir sig inn á rútuna og nær einhverjum gaur inn í vænginn sinn og spýtir gaurnum hauslausum inn í rútuna. Svo kíkir einn stelpan inn um gatið á þakinu og sér að Jeepers er að rífa af sér hausinn og hausinn af unglingnum byrjar að vaxa inn úr maganum á skrímslinu og verður svo hausinn hans. Þetta er RUGL mynd og á ekki skiliið að vera sýnd á föstudagskveldi á stöð2.