Hvað er málið með tónlistamenn í dag? Það er eins og þeim sé alveg sama hvað þeir gera og með hverjum..það snýst allt um “sell out” núorðið. Tökum Snoop dog sem dæmi..hvað er málið með hann og Justin Timberlake? Snoop hefur oft sagt að hann myndi aldrei syngja með svona “boyband gaur” en svo sér maður hann allt í einu með þessum píkupoppsgaur. Svo er t.d. Robbie Williams söngvari sem hefur sagt það opinberlega að hann fíli ekki einu sinni tónlistina sem hann sé að syngja, hún seljist bara betur en hitt.
Þannig að ég vil spyrja ykkur..hvað finnst ykkur um tónlistamenn sem gera eitthvað sem þeir hafa sagt að þeir myndu aldrei gera, bara til að græða peninga og selja plötur? Finnst ykkur ekkert shallow að tónlistamenn “svíkji lit” bara til að græða? Hvernig er hægt að fíla tónlist einhvers sem fílar hana ekki einu sinni sjálfur?