Í kvöld fékk ég send skilaboð á msn. Það varðaði unga stelpu sem dó á föstudaginn var af völdum krabbameins.

Blessuð sé minning hennar.

Skilaboðin eru hér fyrir neðan:

Hún Erna María var stelpa í foldaskóla í 9 bekk, hún lést föstudaginn 15 apríl af völdum krabbameins og ef þú vilt votta samúð þína til fjölskyldu og vina Ernu Maríu settu þá † fyrir framan nafnið þitt. láttu þetta ganga til allra sem eru á msn þín.

Auðvitað skil ég að fólk vilji minnast vinkonu sinnar eða skólasystur. En er þetta rétta leiðin?
Ég veit ekki með ykkur hugara, en mér finnst þetta vera dálítið óviðeigandi. Mér finnst miklu nær að skrifa heilsíðu minningargrein í morgunblaðið en að setja kross fyrir framan nafnið á msn, eða senda fjölskyldunni blóm. Jafnvel semja ljóð fyrir þá sem vilja.

Hvað finnst ykkur? Er rétt að votta virðingu sína á msn?