Þar sem ég er frekar pirraður þá ætla ég að nöldra aðeins um daginn og veginn.

Ég þoli ekki:

1. Afhverju allt getur ekki bara kostað slétt 500 kall í staðinn fyrir 4999, þá þarf maður að bíða eftir afgang og ef maður segir td. “eigðu afganginn” þá er manni stundum svarað “nei, eigð þú hann, gott að spara” eða eitthvað álíka. Sérstaklega í BT þar sem þeir eiga aldrei 1 kr!

2. Pirrandi hugafólk sem floodar svörum og póstum inná korkana. Þetta er eins og að lesa “msn chat log” hjá 10 ára frænku minni sem er drulluléleg í stafsetningu og er ein mesta gelgja sem ég veit um.

3. Þegar fólk talar ensku og kunna hana svo ekki í staðinn fyrir að drulla því út úr sér á íslensku.

4. Útúrsnúninga og vesen.

5. Þegar fólk lýgur til að “láta manni líða betur” en er svo hræðilega lélegt að ljúga.

6. Andfýla! Lendi oft í því að vera að tala við einhvern á morgnana og svo er hann/hún kannski með svaaaakalega andfýlu og í staðinn fyrir að hlusta er maður að reyna að halda inní sér andanum án þess að hin manneskjan sjái.

7. “Strákarnir” , shit.. Þetta er eitt asnalegasta nafn á sjónvarpsþætti sem ég veit um!
“Hey djöfull voru strákarnir skemmtilegir í gær!”
“Hey sástu strákana?”
“Hvenær eru strákarnir?”

8. Kattarhár!

9. Þegar maður er að fara að sofa en byrjar svo alltíeinu að klæja.

10. Þegar maður kemst ekki í sturtu á morgnanna.

11. Þegar maður kemst ekki í sturtu í meira en 48 klst.

12. Strætó og fólk sem skilur ekki afhverju allir geti ekki bara selt bílana sína og tekið strætó!

13. Þegar það er búið að snjóa í heila viku og leiðindar veður og maður fer að hlakka til að komast upp í fjöll því það er búið að vera ískallt heillengi og kominn góður snjór. En alltíeinu kemur vindur og hiti og allur snjórinn bráðnar eða fýkur!

14. Tískulöggur.

15. Leynihomma. Hef ekkert á móti venjulegum hommum. Einnig þoli ég ekki leynihnakka ofl. Fólk á ekki að þykjast vera eitthvað annað.