Daginn, Ég á í erfiðleikum núna (ekki útaf stelpuni að ég held, meira útaf mér) En já ég er með stelpu og við erum búin að vera saman í 2 mánuði núna bráðum, allt hefur gengið einsog lesið séi úr ævintýrabók. Nema núna þessa dagana þá hef ég verið voðalega bjagaður eitthvað og liðið mjög illa þegar ég get ekki hitt hana, legst bara í þunglindi og get ekki sofið.
Svo þegar hún vil fara eitthvað með vinum sínum (sem er ekkert mál) þá fæ ég sting í magan og veit ekkert hverju ég má búast við… Hvort hún komi til baka og hætti með mér eða hvort hún séi að hitta aðra stráka (ótraust ég veit, samt vil ég treista henni og geri það að vissu leiti) svo er ég með stannslausar áhyggjur yfir því hvort að hún séi fúl..
Útí mig og hvort ég séi alltaf að gera einhver mistök.
Nánast hverja nótt ef ég næ svefni þá dreimir mig að hún séi með öðrum strák eða séi að hætta með mér (sem er ekki þægilegur draumur, vakna alveg ónýtur)

Ég veit að þetta er sennilega bara brjáluð afbrýðisemi og paranoja en mér hefur bara aldrei liðið svona áður..
Þetta var allt öðruvísi þegar við byrjuðum saman og svo 2 mán seinna er ég einhver kófsveitt og nojuð pappadúkka með þurkuð augu og mökkreiki mig rólegan og liggur við farin að éta róandi í morgunmat… (aðeins ýkt en..)

Hefur einhver annar svona reinslu?
Getiði gefið mér ráð.. ?
Plís ekki pósta einhverjum rugl svörum.. ef þið þekkið þetta ekki og hafið ekkert af viti að segja þá sleppa því bara takk.

Kær kveðja.
Englaryk.
Beer, I Love You.