Í kvöld verður atburður sem á eftir að breyta lífi 13 ára stúlku.
Þessi 13 ára stúlka er með krabbamein og þarf að fara til Svíþjóðar í aðgerð. Eins og kannski flestir vita kostar þetta mjög mikið og hafa félagsmiðstöðvar í Kópavogi tekið sig saman og halda ball þar sem allur gróði fer til stelpunnar.

Inn á ballið kostar 500 kr. og verða þar margir tónlistarmenn sem ætla að leggja hönd á plóginn og raka inn peningum fyrir stelpuna.

Þeir eru:
Uforia
Stebbi Hilmars og Eyvi
Hreimur
Lalli Galdramaður
Lime
Og tvær söngkonur úr Digranesskóla taka sitthvort lagið.

Stjáni úr Óp þættinum verður kynnir.

Allir að mæta og draga sem flesta með sér…en munið VÍMULAUS SKEMMTUN.
Húsið opnar 19:30 og lokar kl 23:00 eða rúmlega það.