Það er svo leiðinlegt að vera til!
Mér finnst svo innilega leiðinlegt hérna ( ekki segja: “Hey drattastu þá bara uppúr tölvunni asninn þinn” ) ég er að meina á jörðinni… Hvar sem ég er þá man ég alltaf að ég er ég!

Ég er svo leiðinleg, ég er svo lítil og pirrandi og það er bara ekkert gaman að umgangast mig.
Ég reyni að laga þetta með að vera í góðu skapi en ég held samt áfram að fara í taugarnar á fólki því aðrir vilja ekki sjá einhvern í betra skapi en þeir sjálfir ( svona eins og morgunglatt fólk )!

Sumir segja að lífið og lífsfyllingin felist í einfeldninni, en ef þú lítur á lífið þannig ( og skemmtir þér þannig ) ertu álitinn heimskur
Ef þú fremur sjálfsmorð ertu eigingjarn,
ef þú ferð í skóla ertu menntamaður en það sem þú færð úr því að vera menntamaður er uppskriftarlíf ( sumir lifa fyrir það og lifa sig inní það en mér finnst það hræðileg tilhugsun )
ef þú vinnur á bensínstöð ertu lítilsverður,
ef þú ert skemmtilegur ertu öfundaður ( jafnvel hataður í laumi),
ef þú ert listamaður ertu gagnrýndur,
ef þú ert þú ertu fyrir!

Það virðist eins og allir eru betri en ég og ég sé bara svona fyrir… ég skil þetta ekki, ég er ég og það er eins og ég þurfi að breyta því til þess að verða tekin í sátt.

Ég skil þetta ekki, en er ég virkilega sú eina?
Have a nice day