Nú á dögunum keyti Og vodafone Margmiðlun eða mmedia, ég sem aðdáandi og áskrifandi hjá Margmiðlun leist ekki um of þessar breytingar því ég var mjög ánægður með alla þjónustu fyrir.
(mbl grein um kaupin)
<a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news/?nid=1097701&cid=5">http://www.mbl.is/mm/frettir/show_framed_news/?nid=1097701&cid=5</a>

Fyrstu merkin af breytingum sjást núna á fremstu síðu <a href="http://www.mmedia.is">http://www.mmedia.is</a> en nú er aðal auglýsingin þeirra um Þráðlaust ADSL + Áskrift búinn að breytast smávegis.
Föstudaginn 13.Ágúst 2004: var verðsamanburður þarna fremst og stóð þar að þessi pakki kostaði 4.320 kr, hjá margmiðlun en 4.740 hjá Og vodafone. <a href="http://www.mmedia.is/~kvarann/Mmedia%20before.JPG“>Heimasíðan 13.Ágúst 2004</a>
En í dag Laugardaginn 14.ágúst sá ég mér til mikillar skelfingar að heimasíðan var nokkuð öðruvísi, en þar var sama verðsamanburðsauglýsingin nema verðin höfðu hækkað smávegis
Samanburðurinn var núna settur milli Margmiðlunar og Símans og voru verðin á sama pakka orðin 5.625 fyrir margmiðlun (meira en það sem margmiðlun hafði sagt að Og vodafone væri með) og 5.908 hjá Símanum, Verð munurinn á því sem er borið saman er svipað en verðið hjá Margmiðlun hækkaði yfir nótt um 1305 kr
<a href=”http://www.mmedia.is/~kvarann/mmedia%20after.JPG">Heimasíðan 14.Ágúst 2004</a>

Þetta er að mínu mati stórt tap fyrir samkeppni í Internet tenginum á Íslandi, Ég hvet bara alla til að láta í sér heyra og vera á varðbergi fyrir frekari hækkunum, segið endilega sem flestum frá þessu og öllum er velkomið að nota myndirnar sem ég vísa á hér fyrir ofan.
Takk fyrir
Ævar Ö. Kvaran